Alex valinn í U-15 landsliðið

ksi-merkiAlex Þór Hauksson, leikmaður 3.fl.ka hjá Álftanesi, var í dag valinn í U-15 ára landslið Íslands, sem tekur þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna. Ísland keppir þar við Finnland, Armeníu og Moldavíu. Leikirnir fara fram í Sviss, 19 - 21.október. Þess má geta að Atli Dagur Ásmundsson var einnig valinn í landsliðsúrtakið en komst ekki í lokahópinn að þessu sinni.

Alex og Atli í úrtakshóp 15 ára landsliðs Íslands

alftanes114x150Tveir drengir úr 3. flokki Álftaness, þeir Alex Þór Hauksson og Atli Dagur

Ásmundsson, hafa verið valdir í 36 drengja úrtakshóp fyrir æfingar hjá

landsliði Íslands fyrir drengi yngri en 15 ára, U-15. Æfingar þessar eru

liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu

fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.

Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16.-28.

ágúst 2014.
 

Álftanesmótið

simamot 1Álftanesmótið verður haldið laugardaginn 8. júní fyrir 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu. Mótið fer fram á grasvellinum við Íþróttahús Álftaness.

Stúlkur í 7. flokki spila frá kl. 10 – 11:30 og stúlkur í 6. flokki spila frá kl. 12:00 – 14:30.

 Mótsgjald er 2000 kr. á stúlku og innifalið er verðlaunapeningur, glaðningur, pizza og svali.

Flott frammistaða í bikarnum

kvennamyndMeistaraflokkar Álftaness stóðu sig vel í Borgunarbikarnum og voru nálægt því að komast í næstu umferð. Stelpurnar spiluðu við Hauka á Ásvöllum og töpuðu í vítaspyrnukeppni efitr framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2 - 2. Edda Mjöll Karlsdóttir skoraði mörk Álftaness í leiknum. Nánari umfjöllun má sjá hér. Strákarnir tóku á móti Pepsideildarliði Víkings frá Ólafsvík á fimmtudaginn síðastliðinn. Fjölmargir áhorfendur sáu jafnan og skemmtilegan leik sem endaði með sigri Ólafsvíkinga 1 - 2. Mark Álftaness skoraði Guðbjörn Alexander Sæmundsson. Nánari umfjöllun má sjá á síðunni fótbolti.net.