Bikarsigrar hjá meistaraflokkunum

alftanes hk mfl kvMeistaraflokkar karla og kvenna unnu góða sigra í Borgunarbikarnum í síðustu viku. Strákarnir tóku á móti Elliða og unnu öruggan 3-0 sigur með mörkum frá Guðbirni Sæmundssyni (2) og Andra Janussyni. Álftanes dróst svo á mót úrvalsdeildarliði Víkings Ólafsvík í næstu umferð og fer leikurinn fram á Bessastaðavelli fimmtudaginn 30.maí kl. 19:15. Stelpurnar spiluðu við ÍR á Bessastaðavelli og náðu að landa baráttusigri 4-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Mörkin skoruðu Edda Mjöll Karlsdóttir (2), Jóhanna Sigurþórsdóttir og Erna Birgisdóttir. Stelpurnar spila við Hauka í næstu umferð og fer leikurinn frá á Ásvöllum þriðjudaginn 28.maí kl. 20:00. Nánari umfjöllun um leikinn á móti ÍR má sjá á nýrri heimasíðu flokksins - alftanes.net.

Áheitabolti - BEIN ÚTSENDING

alftanes114x150Ágæti Álftnesingur!

Föstudaginn 1. júní frá kl. 20 til kl. 8 laugardaginn 2. júní, eða í 12 klukkustundir samfleytt, ætla drengir í 5. og 4. flokki Álftaness að leika knattspyrnu í íþróttahúsinu á Álftanesi. Tilefnið er áheitasöfnun í fjáröflunarskyni, gagngert til að safna fé fyrir mótum sumarsins. Munu drengirnir m. a. ganga í hús á Álftanesi næstu daga af þessu tilefni. 

Viðburðurinn verður sendur út á vef Sveitarfélagsins Álftanes án hljoðs á eftirfarandi slóð:

http://alftanes.is/pages/utsending/

Fundur með foreldrum/forráðamönnum

Sæl, öllsömul!

Hér með er boðað til fundar með foreldrum/forráðamönnum iðkenda í 5. flokki drengja á miðvikudag, 12. október, kl. 19:30.

 Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu. Efni fundarins eru helstu áherslur þjálfara og annað er tengist komandi þjálfunartímabili.

 Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Góður leikur í gær

Sample image

Liðið spilaði glæsilega knattspyrnu í gær.