Æfingaleikur

komið þið sæl.

Á miðvikudaginn 20 mars verður æfingaleikur við Gróttu og fer leikurinn fram á þeirra heimavelli. Og er það

gervigrasvöllur sem er staðsetur við sundlaugina á Seltjarnarnesi. Hefst leikurinn kl 16:30 og er mætin kl 16:00. Og eru allar stelpur boðaðar í þennan leik fyrir utan stelpurnar í fimmta flokk

þar sem þetta  er í sjö manna bolta. Stelpurnar þurfa að mæta tilbúnar til leiks en keppnisbúningar verða afhentir á leikstað.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis og þeir sem hyggjast fara eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta það hér inni á síðunni.

Öll fyrirsjáanleg forföll eiga að tilkynnast, það auðveldar skipulagningu.

 

Kv Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Mögulegur æfingaleikur hjá á fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Ráðgert er að leika æfingaleik við Gróttu í sjö manna liðum á fimmtudag. Mun þetta verða staðfest síðar í vikunni og verður þá nánari tilhögun einnig kunngerð.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Kynningarfundur vegna utanlandsferðar á fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Kynningarfundur vegna keppnisferðar 4. flokks drengja og stúlkna til Danmerkur (Football Festival Denmark) 22.-29. júlí verður á fimmtudag, 14. mars kl. 20. Fundarstaður er hátíðarsalur grunnskólans á Álftanesi og er ráðgerður fundartími allt að ein klukkustund. Fundur þessi er bæði ætlaður iðkendum og foreldrum/forráðamönnum.

Á fundinum mun fulltrúi frá IT-ferðum koma og halda kynningu um ferðina og að kynningu lokinni, eftir atvikum, svara spurningum.  

Hvetjum alla til þess að mæta.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Tækniæfing fellur niður í dag, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Því miður fellur tækniæfing niður í dag, fimmtudag, vegna vallaraðstæðna.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.