Álftanes - Sindri: 7-0, umfjöllun um æfingaleik

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um æfingaleikinn við Sindra sem fram fór á sunnudagsmorgun við ágætar aðstæður á Bessastaðarvelli.

Í stuttu máli var um sams konar leik að ræða og leik liðanna daginn áður, með þeirri undantekningu að Sindrastúlkur voru eilítið nær því að skora í fyrri hálfleik og eilítið meira jafnræði var með liðunum í þeim hálfleik. Sindrastúlkur náðu þó ekki að skora en Álftanesstúlkur gerðu tvö mörk í hálfleiknum og stóð því 2-0 í leikhléi, okkar stúlkum í vil. 

Í síðari hálfleik opnuðust allar flóðgáttir að marki Sindra og náðu Álftansstúlkur að skora hvert markið á fætur öðru. Skipti engu máli hvort okkar stúlkur væru fleiri á vellinum. Þegar yfir lauk urðu mörkin fimm í hálfleiknum þrátt fyrir að leiktími hafi verið styttur sem nam einum þriðja. Sindrastúlkur náðu ekki að svara fyrir sig og voru í raun ekki nálægt því í síðari hálfleik. Urðu lyktir því 7-0, Álftanesi í vil. Mörk Álftaness gerðu: Ída María 4, Salka 2 og Sylvía 1.  

Heilt yfir var ég mjög sáttur með frammistöðuna sem var frábær og augljóst var að mikill munur var á liðunum tveimur, mun meiri en búast mátti við fyrirfram. Mjög góðir spilakaflar sáust í leiknum og þá einkum í síðari hálfleik sem var líklega besti hálfleikur stúlkanna í umræddum tveimur leikjum.

Birgir þjálfari.