Æfingaleikir á miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Á miðvikudag, 12. desember, verða æfingaleikir hjá 5. flokki stúlkna þegar att verður kappi við Hauka. Ráðgert er að tefla fram tveimur liðum sem leika munu við A- og C-lið Hauka. Leikir beggja liða munu hefjast kl. 15:30 umræddan dag og fara þeir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði (úti). 

Allar stúlkur eru boðaðar en liðsskipan verður kunngerð á leikstað. Stúlkur þurfa að mæta umræddan dag um kl. 15:15 á Ásvelli, fullbúnar til leiks og helst í fatnaði merktum félagi.

Þetta er svolítið óhefðbundinn leiktími en um ræðir æfingatíma hjá Haukum. Vonandi kemur það hins vegar ekki að sök. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allar stúlkur komist á áfangastað. Öll fyrirsjáanleg forföll ber svo að tilkynna þjálfurum, það auðveldar skipulagingu.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

æfing fimmtudag

Komið þið sæl.

Fimmtudaginn 6 des verður æfingin með breyttu sniði þá verður farið í sund í staðinn fyrir æfingu.

þannig stelpurnar eiga að koma með sundföt á æfingu.Er þetta á æfingatíma stelpnana.

Kv. Birgir og Guðbjörn þjálfarar

Tækniæfingar falla niður í dag

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum falla allar tækniæfingar niður í dag, fimmtudag. Því miður!

Birgir Jónasson tækniþjálfari.

Breytt æfingatilhögun hjá 5. flokki stúlkna í dag, þriðjudag

Sæl, öllsömul!

Það athugast að í dag, þriðjudag, verður ekki æfing á sparkvellinum af óviðráðanlegum orsökum. Þess í stað verður æfing inni í íþróttahúsi frá kl. 18 til 19.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.