Keflavíkurmótið laugardaginn 15.nóvember.


Komið sæl og takk fyrir samveruna á skemmtilegu móti síðustu helgi.


Næsta mót sem við förum á verður í Reykjaneshöllinni í Keflavík 

laugardaginn 15.nóvember n.k.

Eins og fyrir síðasta mót ætla ég að byðja ykkur að skrá strákinn ykkar

á mótið undir athugasemdir við frétt á heimasíðunni

(umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla ).

Þátttökugjaldið á þetta mót er 2000kr og leikið er með sjö leikmenn inn á í einu.

Allir þátttakendur fá verðlaunapening (ég er ekki að bulla núna ) og pizzuveislu

í mótslok.




Það verður æfing á mánudaginn fyrir þá sem vilja og komast þó það sé starfsdagur í skólanum.

Framvegis mun ég alltaf láta ykkur vita ef æfing fellur niður. Ef ekkert heyrist frá mér þá er æfing eins og venjulega.

Ég ætla næstu vikur að vinna aðeins í því að bæta stundvísi og reyna að hafa

alla með nauðsynlegan útbúnað á æfingum (íþróttaföt, skó, legghlífar og slíkt).

Þið megið endilega hjálpa mér eins og þið getið með þetta.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.

Hamarsmótið liðsskipan og upplýsingar.


Nú hef ég fengið leikjaplanið fyrir föstudaginn.

Ég hef lokað fyrir skráningu og eru 25 strákar skráðir á þetta mót sem er snilld.

Við verðum með fjögur lið á mótinu og verða sex leikmenn í öllum nema einu þar sem verða sjö leikmenn.

Öll liðin leika fjóra leiki á mótinu sem stendur frá kl: 10.00 - 12.00

Ég hef ákveðið að hafa saman stráka á eldra ári og stráka á yngra ári

þar sem þeir eldri eru vanari og geta hjálpað hinum yngri.




Allir eiga að mæta í skóm sem henta á gervigrasi, með legghlífar og markmannshanska ef þeir vilja prófa að spila í marki.

Ég kem með Álftanestrygjur fyrir þá sem það þurfa.

Gott er að hafa smá hollt nesti með til að fá sér á milli leikja til að bæta á orkuna.

Leikið verður með fimm leikmenn inn á þannig að einn til tveir verða útaf og skipta svo inn á. Við reynum að láta alla spila jafnmikið.




Álftanes 4 verður þannig skipað: Tryggvi, Bjarni, Snorri, Örn, Matthías, Haraldur og Stefán.

Liðið byrjar að spila kl: 10.15 á velli 4 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 10.00.




Álftanes 3 verður þannig skipað: Arnar, Ási, Kristófer, Sölvi, Andri, Hákon og Nói.

Liðið byrjar að spila kl: 10.15 á velli 3 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 10.00.






Álftanes 2 verður þannig skipað: Hlynur, Tómas, Elvar, Ívar, Tinni og Jökull.

Liðið byrjar að spila kl: 10.00 á velli 2 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 9.45.




Álftanes 1 verður þannig skipað: Ísleifur, Þorsteinn, Guðjón, Þór, Ísak og Goði.

Liðið byrjar að spila kl: 10.00 á velli 1 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 9.45.









A.T.H. allir vinsamlegast muna að taka með 1000kr sem er mótsgjaldið sem við söfnum saman á staðnum og gerum upp meðan mótið stendur yfir.




Ég læt hér fylgja með leikjaplanið og endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
Tími Völlur 1 Völlur 2 Völlur 3 Völlur 4
10:00 Selfoss 1 - Álftanes 1 Álftanes 2 - Hamar 2 Ægir - Selfoss 3 Hamar 4 - Selfoss 4
10:15 Selfoss 1 - Hamar 1 Álftanes 2 - Selfoss 2 Hamar 3 - Álftanes - 3 Hamar 4 - Álftanes 4
10:30     Ægir - Hamar 3  
10:45 Álftanes 1 - Hamar 1 Hamar 2 - Selfoss 2 Selfoss 3 - Álftanes 3 Selfoss 4 - Álftanes 4
11:00 Álftanes 1 - Selfoss 1 Hamar 2 - Álftanes 2 Ægir - Álftanes 3 Selfoss 4 - Hamar 4
11:15     Selfoss 3 - Hamar 3  
11:30 Hamar 1 - Selfoss 1  Selfoss 2 - Álftanes 2 Selfoss 3 - Ægir Álftanes 4 - Hamar 4
11:45 Hamar 1 - Álftanes 1 Selfoss 2 - Hamar 2 Álftanes 3 - Hamar 3 Álftanes 4 - Selfoss 4





Að lokum vil ég minna ykkur foreldra á að hvetja á jákvæðan hátt allt líðið frekar en einstaklinginn og styðja vel við bakið á "strákunum okkar".




Fótboltakveðja,

Ragnar Arinbjarnar.

Hamarsmótið í fótbolta 19. október í Hveragerði.


Fyrsta mót vetrarins hjá strákunum verður 19. október í Hveragerði.
Stærsti kosturinn við þessi mót er að þau taka stuttan tíma ( verður um 3 til 4 klukkutímar frá Álftanesi og aftur heim)
og strákarnir fá marga leiki.
Mótsgjaldið er 1000kr á strák og spilað verður í 5 manna liðum (fimm inná í einu).
Vinsamlegast skrifið í athugasemd hér að neðan hvort sonur ykkar mæti á mótið.

Ég sendi ykkur nánari upplýsingar þegar þær berast.

Kveðja,
Ragnar og aðstoðarmenn.

Uppskeruhátíð UMFÁ

bikar

Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar

http://umfa.is/templates/ja_opal/images/blue/vline.gif);">Þri - 23 sep Skrifað af: UMFÁ





Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 25.september kl. 18:00 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.

Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólnum eftir afhendingu.

Með kærri kveðju,

Knattspyrnuráð UMFÁ

Gaman væri að sjá sem flesta af þeim strákum sem spiluðu í 7.flokki 
á síðasta tímabili.

Kveðja,
Ragnar og aðstoðarmenn.