Varðandi æfingamótið á sunnudaginn 9. des.

Foreldrar stráka í 7. flokk karla á Álftanesi.

 

Eins og málin standa núna erum við með eftirfarandi stráka á eldra ári sem ætla að vera með á sunnudaginn:

Gunnar Bjartur, Tómas, Stefán Emil, Víðir Freyr, Valur Snær og Aron Yngvi.

Það leika sjö strákar inn á í einu þannig að við þurfum fleiri.

 

Hjá yngra árinu hafa eftirfarandi strákar meldað sig á mótið:

Eyþór Gauti, Árni, Sveinn Ísak, Erik, Róbert Snær, Elmar, Axel Ágúst og Kári Viðar.

 

Þeir sem vilja bætast í þennan hóp viðsamlegast skrifið nafnið ykkar í athugasemdir hér að neðan.

 

Örn og Ragnar.

Æfingamót HK í Kórnum 9. des.

Komið sæl.

 

Okkur býðst að taka þátt í Æfingamóti í Kórnum Kópavogi sunnudaginn 9. des n.k.

Skipt verður í eldra og yngra ár og fá liðin fjóra leiki sem hver er 12 mín.  Eldra árið spilar milli kl: 12.00 og 14.00 og yngra árið svo milli kl: 14.00 og 16.00.

Þátttakendur borga 1200 krónur og fá verðlaunapening og Frissa Fríska.

Gaman væri að mæta með tvö lið en það leika sjö inná í einu og æskilegt að hafa níu til tíu í liði.

Svarið endilega í athugasemd hér fyrir neðan hvort sonur ykkar hafi áhuga og við sjáum hvort við náum í lið.

 

Kveðja,

Ragnar og Örn.

Dótadagur föstudaginn 16. nóvember.

Komið sæl.

 

Á æfingu á föstudaginn 16. nóvember ætlum við að hafa dótadag hjá strákunum.  Þeir koma með eitthvað eitt dót sem þeir mega svo leika með hluta af æfingunni.

Við hjálpum þeim að passa dótið svo ekkert týnist og reynum að passa að dótið komi heim með strákunum.

 

Kveðja,

Þjálfarar.

Mótið á Akranesi.

Sæl öll og takk kærlega fyrir skemmtilegt mót um helgina.

 

Það var gaman að sjá hversu margir mættu og allir voru að standa sig með mikilli prýði.

Ég vona að strákarnir hafi haft gaman af þessu því það er líka mikilvægt að þetta sé gaman.

Nú er verkefnið framundan hjá okkur þjálfurum að benda strákunum á eitthvað sem betur má fara og hjálpa þeim með það.

Verkefnið er líka að tala um eitthvað sem þeir gerðu vel og halda því áfram.

Ef einhver lumar á myndum frá mótinu endilega senda nokkrar á mig og ég set þær inn á síðuna.

 

Þjálfarar.