Það helsta frá foreldrafundi 7.flokks.

 

Foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness.

 
Það mættu fulltrúar átta stráka á fundinn í gær.
 
1. Ég útskýrði stuttlega helstu markmið vetrarins sem eru þau
að strákarnir hafi gaman og vonandi fái aukinn áhuga á fótbolta.
Þeir þjálfist að vinna með hóp, taka tillit til annarra, hrósa og hvetja,
hlusta og fara eftir fyrirmælum, hengja upp og passa dótið sitt
og auðvitað bæta sig í fótbolta.
 
2. Við fórum yfir mótamálin og þar eru tvö mót fyrir áramót.
Keflavíkurmótið 14.nóv og Kjörísmótið í Hveragerði 28.nóv.
Eftir áramót förum við líka á mót og svo ræddum við mikið
um "stóra" mótið í 7.flokk sem er Norðurálsmótið á Akranesi
sem sennilega er þriðju helgina í júní. Ég vil benda ykkur á að
skoða upplýsingar um þetta skemmtilega mót á heimasíðunni kfia.is.
 
3. Við fórum yfir klæðnað á útiæfingum og mikilvægi þess að mæta 
tímanlega á æfingar. Gott er að strákarnir klæði sig eins og þeir væru að 
fara út að leika því það er betra að geta geymt úlpu en að vanta fleiri föt
á æfinguna. Þessi skilaboð sendi ég út í Frístund þar sem þau geta hjálpað
bæði með fötin og að mæta tímanlega.
 
4. Að síðustu fengum við fjóra flotta fulltrúa í foreldraráð 7.flokks
sem ætla að vera okkur innanhandar í fjálöflun og skipulagningu fyrir
Norðurálsmót. Við komum líka til með að auglýsa eftir styrkjum og einhverju í
nestismál hjá öllum foreldrum í flokknum síðar. Þá fá allir hlutverk.
Þetta eru þau: Ingigerður mamma Einars, Jón pabbi Brynjólfs Arons, Inga mamma Ísaks Fannars og Þórður pabbi Óðins. Bestu þakkir til ykkar allra.
 
Fundi var slitið um kl: 21.30.
 
Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega senda mér þá póst.
 
Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.