Furðufataæfing :)

Á síðustu æfingu vetrarins (29. maí) ætlum við að hafa furðufata- og leikfangadag. Leyfilegt er því að koma með leikfang að eigin vali og þeir sem vilja mega koma í búning eða með hatt.

Sjáumst hress og kát á síðustu æfingu vetrarins.

Íris...

Leikjaplanið er að detta inn...

Heil og sæl,

leikjaplanið fyrir laugardaginn er detta inn hjá mér. Ég sé að öll liðin eru að spila fyrir hádegi á laugardag og á sama tíma (milli 8:30 og til 11:50)! Ég er að athuga hvort það sé hægt að færa tímana aðeins til. Ný frétt kemur inn seinni partinn í dag með öllum upplýsingum :)

Kv. Íris

Vís-mótið: skipulag

Þá er leikjaplanið komið en það má alltaf búast við einhverjum smábreytingum á síðustu stundu og því hvet ég ykkur til að kíkja hér inn fyrir mótið. Mæting er fyrir framan aðalinnganginn á félagsheimili Þróttar í Laugardalnum kl. 8:15 (hjá gervigrasinu).

Það er mikilvægt að vera klædd eftir veðri þar sem þetta er úti, í sokkabuxum undir stuttbuxunum eða bara í síðbuxum. Ég afhendi öllum treyju við komu og eins er ég með nokkrar stuttbuxur ef þarf. Gott er að taka með sér vatn í brúsa og hollt nesti (samloka og ávöxtur) en það er líka veitingasala á staðnum. Foreldrar fylgja sínu barni meðan á mótinu stendur og ég, Tinna og Guðrún verðum einnig með liðunum en reynum að fara á milli svo við sjáum alla spila. Minni á jákvæða hvatningu og gamla góða ungmennafélagsandann. Hjálpumst öll að til að gera þetta fyrsta mót sem eftirminnilegast.

Liðin eru eftirfarandi:

„Krummaliðið" (spilar á velli G2): Bjarki, Gabríel, Markús, Guðjón Frans, Snorri Hrafn og Kristófer Leó. Tinna fylgir því liði í byrjun.

„Gaukaliðið" (spilar á velli Þ2): Nói Fannar, Goði, Bjartur, Örn, Ernir Lárus og Vilhjálmur. Guðrún fylgir því liði í byrjun.

„Svanaliðið" (spilar á velli Þ3): Sölvi Rafn, Andri Bergur, Tinni Grímur, Jónas, Jökull og Matthías Máni. Íris fylgir því liði í byrjun.

Liðin spila 6 leiki hvert og eru þeir kl. 8:50, 9:10, 9:40, 10:30, 11:20, og 11:40. Verðlaunaafhending og myndartaka verður eftir síðasta leik fyrir framan félagsheimilið. Það er hægt að sjá skipulag og kort af svæðinu inn á heimasíðu Þróttar:

http://www.trottur.is/vis-motid/

Ef eitthvað er óljóst má alltaf hringja í mig. Hlakka til að sjá ykkur öll eldsnemma á laugardag.

Íris, sími 8221977.

 

Síðasta æfing vetrarins

Við ætlum að hafa síðustu æfingu vetrarins 29. maí næst komandi. 

Kveðja, Íris.