Samstarf Álftaness og Stjörnunnar í 3. flokki stúlkna

Sæl, öllsömul!

Á morgun, mánudaginn 27. janúar, hefst formlegt samstarf Álftaness og Stjörnunnar hjá 3. flokki stúlkna. Upplýsingar um æfingatíma má finna undir eftirfarandi slóð heimasíðu Stjörnunnar: http://stjarnanadalstjorn.files.wordpress.com/2012/05/c3a6fingatafla-2013-2014-5.pdf.

Athygli er þó vakin á því að þær upplýsingar er þar koma fram eru ekki alveg kórréttar en æfingatímar eru nánar tiltekið á eftirfarandi tímum:

Mánudagar kl. 17 (Battar/búr).
Þriðjudagar kl. 17:30 (Æfingavöllur).
Fimmtudagar kl. 17:00 (Æfingavöllur).
Föstudagar kl. 17:00 (Æfingavöllur).

Sjáumst svo hress á morgun, kl. 17.

Birgir þjálfari.

Æfingin í dag inni í tækjasal

Sæl, öllsömul!

Það athugast að æfingin í dag, föstudag, fer öll fram í tækjasalnum þar sem að íþróttasalurinn er í notkun vegna fyrirhugaðs þorrablóts. Iðkendur mega mæta fyrr og hita upp á hlaupabretti.

Birgir þjálfari.

Hópefli á fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, fimmtudag, frá kl. 19:45, munu þjálfari og iðkendur í 4. og 3. aldursflokki stúlkna hittast í hópeflisskyni í félagsaðstöðunni.

Stúlkur þurfa að taka með sér 800 krónur og mega auk þess hafa með sér gosdrykk en ráðgert að panta pitsu og horfa saman á kvikmynd.

Það athugast að tækniæfing umræddan fellur niður af þessum sökum.

Birgir þjálfari.

FUNDARBOÐ

Sæl, öllsömul!

Hér með boða ég til fundar með foreldrum/forráðamönnum og iðkendum í 3. flokki drengja og stúlkna á mánudag, 20. janúar, kl. 19:30. Fundarstaður er hátíðarsalur íþróttahússins.

Fundarefni varðar fyrirhugað samstarf Álftaness og Stjörnunnar í 3. aldursflokki og því er brýnt að allir mæti.

Fundinn munu auk þjálfara og fyrirsvarsmanna UMFÁ sitja fulltrúar Stjörnunnar.

Birgir þjálfari.

Fundur með iðkendum - MIKILVÆGT

Sæl, öllsömul!

Hér með boða ég til fundar með iðkendum í 3. aldursflokki, drengjum og stúlkum, á morgun, föstudag, kl. 17:30. Fundarstaður er félagasaðstaðan í íþróttahúsinu. Fundarefni verður kunngert nánar á fundinum. Mjög brýnt að allir mæti.  

Birgir þjálfari.