Kappleikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, föstudag (allar tiltækar stúlkur sem skráðar eru í Álftanes):

Aþena, Elín, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Katrín Ýr, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Saga, Sigrún, Sunna, og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15.

Birgir Jónasson þjálfari.

Dagskrá næstu vikur

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá fyrir ágúst og byrjun september.

7. ágúst, mánudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur).
8. ágúst, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
10. ágúst, fimmtudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur). 
11. ágúst, föstudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Fjarðab/Hetti/Leikni (Bessastaðavöllur). 
 
14. ágúst, mánudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur).  
15. ágúst, þriðjudagur, kl. 18:30, leikur í Íslandsmóti gegn Gróttu (Bessastaðavöllur). 
16. ágúst, miðvikudagur, kl. 18-19, æfing (grasvöllur). 17. ágúst, fimmtudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur). 
18. ágúst, föstudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Hvíta riddaranum (Bessastaðavöllur). 
 
21. ágúst, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur). 
22. ágúst, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur). 
24. ágúst, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur). 
26. ágúst, laugardagur, kl. 15:30, leikur í Íslandsmóti gegn Einherja (Vopnafjarðarvöllur). 
 
27. ágúst, sunnudagur, kl. 14, leikur í Íslandsmóti gegn Fjarðab/Hetti/Leikni (Norðfjarðarvöllur). 
29. ágúst, þriðjudagur, kl. 18-19, æfing (grasvöllur).
31. ágúst, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur). 
2. sept., laugardagur, kl. 14, leikur í Íslandsmóti gegn Völsungi (Húsavíkurvöllur). 

Framhaldið er óráðið, þ.e. hvenær æfingum í september mun ljúka.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Afturelding/Fram - Álftanes, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Ætla að fjalla örstutt um leikinn gegn Aftureldingu/Fram á miðvikudag. 

Áttum ekki okkar allra besta dag og leikurinn var kaflaskiptur. Áttum góða kafla seint í fyrri hálfleik, í byrjun hins síðari og síðasta hluta hans. Mættum hins vegar ofjörlum okkar og vorum ekki nálægt því að taka stig í leiknum. Niðurstaðan því sanngjarn 3-0 sigur Aftureldingar/Fram.

Fórum yfir það fyrir leik að til þess að ná í a.m.k. stig þyrftu allar stúlkur að eiga sinn besta leik. Það var ekki uppi á teningnum og mikið var af tæknifeilum í leik okkar, s.s. slæmum móttökum og sendingum.  

Heilt yfir er ég sæmilega sáttur við frammistöðuna, enda mótherjinn sterkur. Við erum einfaldlega ekki með eins gott lið og Afturelding/Fram sem hefur mikla breidd og hefur sýnt mikinn stöðugleika í sumar. Því fór sem fór.  

Nú þurfum við að sleikja sárin, safna vopnum okkar og gera okkur klárar fyrir næstu leiki, en nóg er af þeim. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Kappleikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, miðvikudag (allar tiltækar stúlkur):

Berglind Birta, Elín, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Katrín Ýr, Margrét Eva, Oddný, Saga, Sigrún og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15. Leikið verður að Varmá í Mosfellsbæ. 

Birgir Jónasson þjálfari.