Íslandsmótið í futsal, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Á sunnudag munum við leika í Íslandsmóti í futsal þegar fyrri umferð í B-riðli verður leikin á Álftanesi. Mótherjar okkar eru Þróttur R. og Hvöt. Af þessu tilefni vil ég nefna við ykkur nokkur atriði. 

Í fyrsta lagi eru allar tiltækar stúlkur flokksins boðaðar. Reiknast mér til að verði allt að tíu stúlkur. Í því felst ekki að allar stúlkur muni leika. Fyrirfram reikna ég með sjö til átta stúlkur leiki. Mikilvægt er á hinn bóginn að allar stúlkur séu hluti af liði okkar, óháð spilatíma.

Í öðru lagi er mikilvægt að stúlkur undirbúi sig af kostgæfni. Af því tilefni mun ég senda ykkur uppfærða minnispunkta um ýmis hagnýt atriði um leikskipulag, eigi síðar en fyrri hlutann á laugardag.

Í þriðja lagi vil ég vekja athygli ykkar á stuttri samantekt á futsal-knattspyrnulögunum sem er brýnt að stúlkur kynni sér vel. Sjá: http://www.ksi.is/media/mot/Stutt_samantekt_november_2016.pdf.

Í fjórða og síðasta lagi boða ég ykkur á leikstað á leikdag, kl. 14:30, en leikar hefjast kl. 15:30. Stúlkur þurfa að hafa allan tiltækan búnað meðferðis, þ. á m. legghlífar.

Birgir Jónasson þjálfari.