Íslandsmótið í futsal, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Ætla að hafa þetta stutta endurgjöf að þessu sinni.

Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna og get varla verið annað eftir að hafa unnið báða leikina örugglega, með markatölunnni 19-1.

Síðari hálfleikur í síðari leiknum var eitt það besta sem við höfum sýnt í futsal á meðan fyrri hálfleikur í sama leik var ekkert sérstakur. Þá vorum við svolítið frá okkar besta gegn Þrótti R. þrátt fyrir góða kafla.

Í reynd var varnarleikur okkar góður í báðum leikjum og sóknarleikur okkar, á köflum, leiftrandi, þar sem við sköpuðum okkar urmul marktækifæra og opnuðum mótherjann ítrekað, oftast með skyndisóknum. Mjög flott að sjá hvernig við lékum varnarleikinn gegn Hvöt, einkum í síðari hálfleik. Sýnir að leikur okkar er í þróun.

Við getum enn bætt okkur og það er okkar markmið. Frábært hjá ykkur stúlkur.  

Birgir Jónasson þjálfari.