Álftanes - Hvíti riddarinn, stutt endurgjöf o.fl.

Sælar, stúlkur. 

Stutt endurgjöf vegna leiksins í gær.

Lögðum leikinn upp með ákveðnum hætti, sem gekk fullkomlega upp, að mínu mati. Náðum einni besti byrjun sem ég hef séð okkur gera, þrjú mörk á fyrstu 13 mínútum leiksins. Nýttum færin okkar vel, einkum í fyrri hálfleik, og skoruðum mörk í öllum regnbogans litum, bæði í fyrri og síðari hálfleik. Gott flæði var á knettinum og í reynd var um fádæma yfirburði að ræða, líklega eina mestu yfirburði sem ég hef séð okkur hafa gegn öðrum mótherja. 

Heilt yfir er ég mjög áægður með frammistöðuna sem var í samræmi við það sem ég hafði séð fyrir mér. 

Samkvæmt mínum kokkabókum urðu mörkin tíu en dómarinn virðist ekki hafa talið síðasta mark leiksins, sem kom frá Margréti Evu, og því eru úrslitin skráð 9-0. Unnið er að fá þetta leiðrétt enda fáheyrt að slíkt gerist. 

Næsta æfing er svo á mánudag. Eftir æfinguna er stuttur fundur vegna ferðarinnar austur þar sem við munum skipuleggja okkur og skipta með okkur verkum. Brýnt að allar stúlkur mæti.  

Birgir Jónasson þjálfari.