Sigur og tap í lengjubikarnum

alftanes114x150Meistaraflokkurinn lék sinn fyrsta leik í B deild lengjubikarsins í dag og er það í fyrsta skipti sem við erum í B deild og erum því einungis með liðum í riðli sem eru í sömu deild eða deild fyrir ofan okkur. Við mættum 2.deildarliði Ægis.

Okkar menn mættu vel stemdir og komust yfir með marki frá Kristjáni Lýðssyni. Kristján vann boltann á kanntinum tók svaka sprett gaf hann á Andra sem sendi stungu innfyrir á Kristján sem kláraði vel. Ægismenn svöruðu nokkrum mínútum síðar með marki sem Siggi þjálfari tekur á sig fyrir að vera tala við leikmann okkar og opna þar með svæði fyrir kanntara þeirra sem komst í gegn og skoraði með óverjandi skoti.

Stelpurnar spila úrslitaleik futsalmótsins

2014-01-12-4250Annað árið í röð munu Álftanesstelpur spila til úrslita á Íslandsmótinu innanhús í meistaraflokki kvenna. Stelpurnar unnu öruggan sigur á Grindavík í undanúrslitum, 7 -2. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 11.janúar kl. 11:30. Mótherjinn að þessu sinni er lið Aftureldingar. Sjá frétta á heimasíðu KSÍ.

Íslandsmótið í Futsal hefst á sunnudag

2014-01-12-4242
Meistaraflokkur kvenna keppir á Íslandsmótinu í futsal á sunnudaginn kemur. Fyrsta umferð fer fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst fyrsti leikur kl. 14:00. Álftanes mun spila við Aftureldingu, Fjölni og Víking Ólafsfirði. Í fyrra spilaði Álftanes til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og tapaði þá naumlega fyrir Val. Leikir Álftaness á sunnudaginn verða sem hér segir: