Dósasöfnun í fjáröflunarskyni

Sæl, öllsömul!

Dósasöfnun í fjáröflunarskyni verður hjá 4. flokki drengja fimmtudaginn 7. febrúar nk. Um hefðbundna söfnun verður að ræða sem hefst kl. 18 við áhaldahúsið á Álftanesi.

Miðar um söfnunina munu verða afhentir drengjum eigi síðar en að lokinni æfingu á þriðjudag, 5. febrúar, sem og upplýsingar um hverfaskiptingu. Miðana þurfa drengir svo að bera út í hús eigi síðar en á miðvikudag.

Við söfnun er gert ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn útvegi kerrur og/eða stórar bifreiðar til þess að flytja dósir, venju samkvæmt.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leik í Faxaflóamóti frestað

Sæl, öllsömul!

Ráðgerðum leik í Faxaflóamóti við Selfoss/Hamar/Ægi, sem vera átti á laugardag, hefur verið frestað um eina viku og mun að óbreyttu fara fram laugardaginn 9. febrúar nk.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Morgunæfing fellur niður

Sæl, öllsömul!

Það athugast að morgunæfing felllur niður á morgun, þriðjudag, af óviðráðanlegum orsökum. Var iðkendum tilkynnt þetta á æfingu fyrr í kvöld. 

Birgir þjálfari. 

Breiðablik - Álftanes: 4-1

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um leik Breiðabliks og Álftaness sem fram fór í Fífunni. Umræddur leikur var í Faxaflóamóti. 

Nokkurt jafnvægi var með liðum í upphafi en þegar líða tók á leik hallaði heldur á okkar drengi. Náðu þeir þó að verjast vel og Blikar náðu ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri. Eftir ca hálftíma leik náðu Blikar þó að skora fyrsta mark leiksins og þannig stóð í leikhléi, 1-0, Breiðabliki í vil. 

Í síðari hálfleik var jafnræði með liðum og svolítið gegn gangi leiks náðu Blikar að bæta við marki snemma hálfleiks. Alex Þór náði að minnka muninn skömmu síðar með góðu marki en þegar þá var komið sögu í leiknum voru okkar drengir síst síðra liðið. Þegar á leið náðu Blikar þó undirtökum en okkar drengir voru þó hættulegir. Tvö mörk frá Blikum til viðbótar urðu þó staðreynd áður en yfir lauk og urðu lyktir leiks því 4-1, Blikum í vil. Verða það að teljast sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. 

Heilt yfir fannst mér okkar drengir leika undir getu og margir voru langt frá sínu besta. Allmarga drengi, sem boðaðir höfðu verið, vantaði í umræddan leik og það kom svolítið niður á gæðunum. Nokkuð vel kom í ljós að drengir æfa ekki stórum velli og fáir leikir hafa verið að undanförnu. Skortir þvi leikæfingu en hún mun koma með fleiri leikjum. 

Birgir þjálfari.