Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á sunnudag, 20. janúar, verður leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu. Um ræðir keppni í B-riðli sem fram fer á Álftanesi. Ráðgert er að mótið standi frá kl. 13-15 umræddan dag.  

Nánari tilhögun verður kunngerð síðar í vikunni en fyrir liggur að umrætt verkefni er aðeins fyrir hluta iðkenda, átta til tíu drengi. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Morgunæfingar - breyttur æfingatími

Sæl, öllsömul!

Það athugast að morgunæfingar verða eftirleiðis á þriðjudögum, á sama tíma og áður (6:30-7:10), frá og með þriðjudeginum 15. janúar.

Birgir þjálfari. 

Liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Eftirfarandi drengir eru hér með boðaðir í leik A-liða í Faxaflóamóti á sunnudag þar sem att verður kappi við Aftureldingu:

Alex Þór, Aron Logi, Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel Guðjón, Davíð Scheving, Elvar Ágúst, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi, Gylfi Karl, Kjartan Matthías, Magnús Hólm, Sævar, Tómas og Örvar

Leikar hefjast kl. 13 en leikurinn mun fara fram að gervigrasvelli Aftureldingar að Varmá í Mosfellsbæ. Drengir þurfa að vera mættir á leikstað kl. 12, helst íklæddir fatnaði merktum félagi. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Öll frekari forföll eiga að tilkynnast.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur í Faxaflóamóti á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á sunnudag, 13. janúar, kl. 13, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A-liðum þegar att verður kappi við Aftureldingu. Mun leikur þessi fara fram að Varmá í Mosfellsbæ. Nánari tilhögun verður kunngerð eigi síðar en á morgun, föstudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.