Haukar - Álftanes: æfingaleikur í Risanum, stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um æfingaleikinn við Hauka sem fram fór á sunnudag í Risanum í Hafnarfirði. Leikið var í átta manna liðum og var leiktími 2x25 mínútur.

Skemmst er frá að segja að um hörkuleik var að ræða og jafnræði með liðum. Álftanes átti þó frumkvæðið í leiknum hvað markaskorun varðar og komust fljótlega í örugga forystu sem ekki var látin af hendi þrátt fyrir að Haukar hefðu verið nálægt því að jafna í stöðunni 4-5. Mörk Álftaness urðu átta talsins en mörk Hauka sex. Lyktir urðu því 6-8, Álftanesi í vil. Mörk Álftaness gerðu: Guðmundur Ingi 3, Örvar 3, Magnús 1 og Salka 1, en hin síðasttalda var að leika sinn fyrsta leik með 4. flokki og stóð sig prýðilega.

Heilt yfir var spilamennskan sæmileg en nokkuð má gagnrýna að of lítið flæði var á knettinum og hnoð og miðjuþóf of mikið. Stafaði það einkum af því að útileikmenn voru sjö talsins og að mati okkar þjálfara var það á kostnað gæðanna en af þessum sökum fengu leikmenn ekkert pláss og engan tíma með knöttinn. Eftir á að hyggja hefði e. t. v. verið heppilegra að leika í sjö manna liðum - þá hefðu leikmenn beggja liða fengið aðeins meira olnbogarými og mögulega hefði samleikur orðið meiri. Þrátt fyrir að gagnrýna megi þetta þá var margt jákvætt, s. s. ákefð og hugarfar sem hvoru tveggja var til fyrirmyndar.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Jólafrí

Sæl, öllsömul!

Frí verður frá æfingum um jól og áramót. Nánar tiltekið er síðasta æfing fyrir jól miðvikudaginn 19. desember (morgunæfing en ekki verður æfing í Garðabæ um kvöldið vegna jóladansleiks). Æfingar hefjast svo á ný mánudaginn 7. janúar nk.

Mögulegt er að boðið verði upp á tíma í íþróttahúsi milli jóla og nýárs en það verður auglýst sérstaklega, ef af verður. Iðkendur eru hvattir til að fylgjast með því sérstaklega inni á heimasíðunni.

Með jóla- og nýárskveðjum,

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Æfingaleikur í Risanum á morgun, sunnudag

Sæl, öllsömul!

Minni á æfingaleik við Hauka inni í Risa í Hafnarfirði kl. 15 á morgun, sunnudag. Þeir drengir eiga að mæta sem ekki hófu leikinn á móti Haukum á fimmtudag og/eða ekki komust í umræddan leik. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Haukar - Álftanes 6-3

 

Komið þið sæl.

Hér er stutt umsögn um leik okkar við Hauka.

Um hörku leik var að ræða og var leikurinn jafn og skemmtilegur.

Spil okkar stráka var mjög gott og fékk boltinn að ganaga vel manna á milli.Og gaman var að sjá að það var góð hreyfing á boltalausum mönnum.Og voru drengirnir með baráttu viljan til staðar og hlupu um allan völl.En það sem við þurfum að laga að þegar við vörðumst vorum við aðeins of langt frá mönnum þannig að
þeir fengu á köflum of mikið pláss til að athafna sig. Þannig fengu þeir of auðveldar sóknir sem
skiluðu ódýrum mörkum.

Yfir heildinna er ég ánægður með okkar leik það er gaman að nefna
að Freyr Sverrison þjálfari Hauka hrósaði stráknum mikið
og sagði þá vera vel spilandi og gott lið.

Úrslit Haukar - Álftanes 6-3 ( Alex Þór 1 Gylfi Karl 2 )

Kv. Guðbjörn þjálfari