Leikur

Sæl öllsömul.

Hér er liðskipan fyrir leik okkar við Hauka sem fer fram á morgun fimmtudag 13 des.

Atli Dagur

Alex Þór

Aron Logi

Bjarki Vattnes

Bjarni Geir

Daniel

Davíð

Elías Kristinn

Guðjón Ingi

Guðmundur Bjartur

Guðmundur Ingi

Gylfi Karl

Kjartan Mattías

Magnús Hólm

Sævar

Tómas

Örvar

Leikurinn fer fram á Ásvöllum.

Leikur byrjar 16:50 og er mæting 30 mínútum fyrr.

Leikmenn mæta tilbúnir til leiks og verða keppnistreyjur afhentar á leikstað.

Kveðja Birgir og Guðbjörn þjálfarar

Æfingaleikir við Hauka

Sæl, öllsömul!

Á fimmtudag, 13. des., mun A-lið Álftaness leika æfingaleik við A-lið Hauka í 11 manna knattspyrnu. Mun leikur þessi fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefjast kl. 16:50. Líklega munu 13-15 drengir verða boðaðir í umrætt verkefni. Tækniæfing er sama dag eftir sem áður, bæði fyrir þá sem leika og ekki leika.  

Á sunnudag munu þeir drengir sem ekki hefja leik með A-liði á fimmtudag (þeir sem ekki verða í byrjunarliði) leika í Risanum þar sem att verður kappi við lið Hauka í átta manna knattspyrnu. Munu leikar hefjast kl. 15 umræddan dag.

Nánari tilhögun og liðsskipan verður kunngerð á miðvikudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.  

Haukar - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleikinn við Hauka sem fram fór í dag, sunnudag, í Risanum í Hafnarfirði. Leikið var átta gegn átta og var um hörkuleik að ræða þar sem lyktir urðu 11-11. Fullt af fallegum tilþrifum og leiftrandi sóknarleik. 

Því miður mættu eingöngu fimm drengir frá Álftanesi og því þurftum við að fá þrjá lánsmenn frá Haukum. Aðeins einn drengur boðaði forföll og því átti ég von á að sjá a. m. k. sex til sjö drengi til viðbótar í Risanum. Ég spyr því, hvar voru drengir í dag?

Af þessu tilefni ætla ég ekki fara nákvæmlega í hvernig þróun leiksins varð en það voru lánsmenn frá Haukum sem sáu einkum um markaskorun, að undanskildum þremur mörkum frá Guðmundi Inga sem lék sem útileikmaður í síðari hálfleik. 

Birgir þjálfari. 

Æfingaleikur fyrir drengi sem ekki léku leik í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag verður æfingaleikur við Hauka fyrir þá drengi sem ekki hófu leik í Faxaflóamóti á laugardaginn var gegn Gróttu, að undanskildum Guðmundi Inga og Aroni markvörðum sem báðir eru boðaðir. Munu þeir skiptast á að leika í marki og fá að spreyta sig sem útileikmenn.  

Æfingaleikurinn mun fara fram í Risanum í Hafnarfirði og hefjast kl. 15. Drengir þurfa að mæta ca 20 mínútum fyrir leik, fullbúnir til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.