Álftanes - Breiðablik, leikur í átta manna knattspyrnu hjá 4. flokki

Sæl, öllsömul.

Stuttur pistill frá okkur þjálfurum um leikinn við Breiðablik fyrr í dag.

Lögðum upp með ákveðið plan, þ.e. að læra af síðasta leik gegn Breiðabliki (fá ekki mark/mörk á sig snemma í báðum hálfleikum), mynda tvær varnarlínur (4-3), vera þéttir til baka og sækja hratt þegar knöttur vannst. Enn fremur að spila stutt og leysa ávallt úr pressu og öðrum stöðum með spili, ekki óðagoti og kýlingum fram eða útaf.

Allt gekk þetta upp og úr varð mikill markaleikur og hin besta skemmtun. Heilt yfir var frammistaða drengjanna til fyrirmyndar, skipulag var gott, drengir duglegir og hugrakkir inni á vellinum, góðir spilakaflar sáust og mörg lítil atriði inni á vellinum gengu upp. Að mati okkar þjálfara vannst sanngjarn sigur, 16-6. Mörk Álftaness gerðu: Valur 8, Kristján 2, Dagur 1, Daníel 1, Gunnar 1 og Viktor 1.

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með þessa frammistöðu. Drengir í 5. flokki stóðu sig vel, komu sterkir inn og voru engir eftirbátar drengja í 4. flokki. Mjög gaman að sjá það.

Minnum svo á æfinguna á morgun, kl. 16. Hún verður ca klukkstund. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.