Álftanes - Þróttur Vogum, stutt umfjöllun um æfingaleik

Sæl, öllsömul.

Ætla að fjalla örstutt um leikinn fyrr í dag við Þrótt Vogum.

Um hörkuleik var að ræða þar sem við vorum svolítið lengi í gang og fengum snemma leiks á okkur ódýr mörk. Náðum að vinna okkar smám saman inn í leikinn og vorum, að mínu mati, mun betra liðið á vellinum lungann af leiktímanum. Náðum þó ekki að nýta okkur það til fullnustu og af þeim sökum var leikurinn í járnum allan tímann, þar sem við vorum að elta.

Mörk okkar voru mörg hver góð, sum reyndar alveg frábær, og það var gaman að fylgjast með ykkur í dag, þrátt fyrir að við næðum ekki fram því besta. Uppspilið var gott og við náðum að skapa okkur urmul marktækifæra. Hins vega nýttust góð færi ekki vel á meðan síðri færi nýttust vel og úr urðu mörk. Bæði lið gerðu fimm mörk en mörk okkar gerðu: Ívar 1, Kristján 1, Kristófer 1, Mist 1 og Vaka 1 (er vonandi með þetta rétt).    

Loks endaði þetta með skemmtilegri vítaspyrnukeppni sem er svolítið nýtt fyrir ykkur. Það er hörkupressa að taka vítaspyrnu og ekki auðvelt verk. Gildir það bæði um unga sem „aldna“. Góð reynsla fyrir ykkur hins vegar.

Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við frammistöðuna, þrátt fyrir að við höfum ekki byrjað leikinn vel og varnarleikur okkar hafi verið slakur framan af. Það batnaði þegar leið á leikinn og iðkendur náðu að halda yfirvegun, að mestu leyti, og bæta sig þegar á leið.

Birgir Jónasson þjálfari.