Leikur

Komið þið sæl.

Leikurinn við FH sem átti að fara fram laugardaginn 02 feb hefur verið frestað vegna vallaraðstaða.

FH þjálfarinn tjáði mér að völlurinn væri frosin og háll.

Mun leikurinn að öllum líkindum fara fram næstu helgi.

Kv Birgir og Guðbjörn þjálfarar

Morgunæfing fellur niður

Sæl, öllsömul!

Það athugast að morgunæfing felllur niður á morgun, þriðjudag, af óviðráðanlegum orsökum. Var iðkendum tilkynnt þetta á æfingu fyrr í kvöld. 

Birgir þjálfari. 

Breiðablik - Álftanes: 3-3

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um leik Breiðabliks og Álftaness sem fram fór í Fífunni. Umræddur leikur var í Faxaflóamóti. 

Um hörkuleik var að ræða en Blikar hófu leik mun betur og komust í 3-0 í fyrri hálfleik. Þá var eins og okkar stúlkur vöknuðu til lífsins af værum blundi og sóttu í sig veðrið. Náði Snædís að minnka muninn áður en flautað var til leikhlés með góðu marki. 

Í síðari hálfleik byrjuðu okkar stúlkur mun betur og náðu jafna metin með tveimur mörkum en þar voru Anna Bríet og Salka á ferð með tvo góð mörk. Þrátt fyrir mikla pressu náðu Blikar ekki að knýja fram sigur og var það einkum vegna framgöngu Aldísar í markinu sem varði hreint út sagt eins og berserkur. Lyktir leiks urðu því 3-3 sem verða að teljast góð úrslit.

Heilt yfir er ég afar sáttur við frammistöðu stúlknanna sem sýndu frábæran karakter að koma til baka og ná að jafna metin eftir að vera með nánast tapaðan leik í höndunum. Barátta og vilji var til fyrirmyndar.  

Birgir þjálfari. 

Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 20. janúar, var leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu, B-riðli. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi. Þrjú lið mættu til keppni, þ. e. Álftanes, Fylkir og Snæfellsnes, en lið ÍBV mætti ekki til keppni. Af þeim sökum var leikin tvöföld umferð.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Fylkir: 1-3 (Salka).
Álftanes – Snæfellsnes: 2-2 (Salka 1, Sara 1).
Álftanes – Fylkir: 2-3 (Salka 1, Snædís 1).
Álftanes – Snæfellsnes: 0-2.

Heilt yfir eru við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna og um mikla framför er að ræða frá því hjá 4. flokki fyrir ári síðan þar sem mjög var á brattann að sækja. Á það ber að byggja. Þá fengu margar stúlkur að spreyta sig og það er jákvætt.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.