Snakksala 28 Des

Linda (mamma Aldísar)verður úti í Íþróttahúsi klukkan þrjú í dag og þá geta stelpurnar skilað af sér peningum og snakki ef eitthvað er eftir hjá þeim og aðrar náð í meira sem það þurfa Linda kemur líka til með að úthluta hverri og einni stelpu götu/m í hverfunum sem eftir voru.
Það er okkur kappsmál að klára öll hverfin því hún gefur tæpar 1000 krónur í sjóðinn góða.

Foreldraráð


Íþróttasalur

Komið sæl.

Á milli jóla og nýárs stendur krökkunum til boða að mæta í
íþróttasalinn og leika sér. Og verður þetta föstudaginn 28. des milli 13-15

Kv Guðbjörn

Svona rétt fyrir jólin eru smá upplýsingar :)

Hæ hæ foreldrar / forráðamenn

Svona rétt fyrir jólin eru smá upplýsingar :)

Við fengum annan útburð sem þarf að gerast 27. des. Það passar vel við snakksöluna því þá var áætlað að ganga í hús hér á Álftanesi. Því er enn mikilvægara að sem flestar mæti þá :)

Mæting er því 16:30 þann 27. des og stelpurnar verða á fullu fram eftir kvöldi. Nauðsynlegt að foreldrar komi eftir kvöldmat og keyri stelpurnar á milli hverfa :)

Minnum svo á einkasölu í snakki en magn frá hverri stelpu verður að liggja fyrir þann 27 :)

Takk takk

Foreldraliðið :)

Morgunæfing fellur niður vegna veikinda þjálfara

Sæl, öllsömul!

Morgunæfing fellur niður í dag, þriðjudag, 19. des., vegna veikinda þjálfara sem kominn er með ælupest. Því miður!

Birgir þjálfari.