Tækniæfingar falla niður í dag

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum falla allar tækniæfingar niður í dag, fimmtudag. Því miður!

Birgir Jónasson tækniþjálfari.

Æfingaleikur við Gróttu á föstudag

Sæl, öllsömul!

Á föstudag, 9. nóvember, kl. 16:30 verður æfingaleikur hjá 4. flokki stúlkna þar sem att verður kappi við Gróttu. Leikin verður sjö manna knattspyrna og mun leikurinn fara fram á Gróttuvelli.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar auk Heklu og Sylvíu í 5. flokki.

Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað, fullbúnar til leiks, ca hálfri klukkustund fyrir leik eða um kl. 16.

Fólk er hvatt til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allar stúlkur komist á áfangastað. Best væri ef unnt væri að leggja af stað frá íþróttahúsinu á Álftanesi um kl. 15:40.   

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.  

Brottför frá íþróttahúsi

Sæl, öllsömul!

Mælst er til þess að fólk mæti við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 13:30 í dag og leggi af stað þaðan í framhaldi. Með því er með bestum hætti unnt að tryggja að allir komist á áfangastað. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.