Alftanes - HK, stutt umfjöllun um leik í Íslandsmóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara nokkrum orðum um leik okkar fyrr í dag, gegn HK.

Enn á ný lékum við vel og sýndum okkar bestu hliðar en fyrr í sumar töpuðum við fyrir sama liði í hörkuleik, eftir að hafa leitt í hálfleik, 1-4, eins og einhverjir kannski muna. Nú var annað uppi á teningnum.  

Mér fannst við mun betra liðið frá fyrstu mínútu. Það tók smá tíma að brjóta ísinn en við gerðum þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm í þeim síðari og ógnuðum marki HK allan leikinn. Fengum hins vegar þrjú mörk á okkur en þau komu öll eftir skyndisóknir mótherjans, eftir að við höfðum legið í sókn. Erfitt að verjast slíku en við reyndum það og gerðum það reyndar mjög oft afar vel.

Mörk okkar komu, sem endranær, í öllum regnbogans litum. Allmörg komu þó eftir lipran samleik þar sem við náðum að nýta breitt vallar afar vel. Markaskorun var eftirfarandi: Vera 4, Emilía 2, Berglind 1 og Hildur 1.

Það sem ég er ánægðastur með í okkar leik í dag eru þrjú atriði. Í fyrsta lagi er það leikskipulag sem var mjög gott, bæði varnar- og sóknarlega. Bæði var það var samvinna tveggja til þriggja og hvernig liðið hreyfði sig og hvað við náðum að dreifa spili vel. Í öðru lagi var það einstaklingsframtak en leikmenn voru hugrakkir og mörg frábær tilþrif sáust í dag. Í þriðja lagi var það svo leikgleðin. Hún skein af hverju andliti.

Heilt yfir er ég afar stoltur af frammistöðunni og þeim framförum sem stúlkur hafa sýnt. Frábært hjá ykkur.

Birgir Jónasson þjálfari.