Íslandsmót á laugardag

Sæl, öllsömul!

Á laugardag fer fram síðari umferð Íslandsmóts í sjö manna knattspyrnu. Leikið verður á Álftanesi líkt og í fyrri umferð. Þrjú lið eru skráð til keppni, þ.e. Álftanes, Hvöt/Kormákur og Sindri. Hefjast leikir Álftaness kl. 13:30 og 15, sjá eftirandi vefslóð inni á vef Knattspyrnusambands Íslands: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=32563.

Athygli er vakin á því að upphaflega stóð til að leika æfingaleiki á sunnudag við sömu lið en eins og staðan er núna verða þeir leikir að öllum líkindum ekki þar sem hvorugt liðið mun gista.

Allar iðkendur flokksins eru boðaðir í umrætt verkefni og þurfa stúlkur að vera mættar í íþróttahúsið kl. 12:30 umræddan laugardag, því sem næst fullbúnar til leiks og helst í fatnaði merktun félagi. Stúlkur eru hvattar til þess að undirbúa sig eins og best verður á kosið, fara snemma að sofa, hvílast vel og mæta vel nærðar til leiks. Þá eru stúlkur hvattar til þess að hafa sykurneyslu í lágmarki daginn fyrir leik og á leikdegi, sem og að stilla tölvu- og símanotkun í hóf. Loks eru stúlkur hvattar til þess að hafa með sér létt nesti milli leikja og/eða tryggja það að hafa aðgang að nesti. 

Að loknum síðasta leik mótsins, um kl. 17:30, er fyrirhugað að bjóða upp á léttar veitingar í félagsaðstöðunni þar sem mótherjum okkar verður einnig boðið. Foreldrar/forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir.

Foreldrar/forráðamenn eru svo hvattir til þess að koma á leikina og hvetja liðið til dáða enda eru þetta síðustu leikir sumarsins. Áfram Álftanes!

Birgir þjálfari.