Ía - Álftanes

Komið þið sæl.

Hér er stutt umfjölfun um leik okkar við ÍA sem fór fram í Akraneshöllinni.

Um hörkileik var að ræða þar sem jafnræði fór á með liðinum og sóttu þau á báða bóga.Fengum við nokkur færi í byrjun leiks
en náðum ekki að nýta þau.En um miðjan hálfleikinn ná ÍA stelpur forystunni en okkar stelpur heldu áfram og ná
að jafna með marki frá Halldóru eftir það heldu liðin áfram að sækja á hvort annað.Svo rétt fyrir hálfleik ná ÍA stelpur svo
forystuni aftur og var staðn 2-1 í hálfleik.
En í seinni hálfleik náðu okkar stelpur sér heldur betur á skrið og spiluðu mjög vel og sköpuðu sér nokkur færi og
nýttu þau vel og náðu þær að skora þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Og með góðum varnarleik héldu þær markinu hreinu.
Og náðu að landa sigri 4-2.

Yfir heildinna er ég mjög ánægður með leikinn og var gaman að sjá hversu báráttu glaðar þær voru.Eins var gaman að
sjá að þær voru farnar að senda boltan í lausu svæðin og koma með góð hlup í þau.

Úrslit.
Ía - Álftanes 2-4 (Halldóra 3 og Snædís 1 )

KV Guðbjörn þjálfari