Mótið á morgun

Minni alla á að mæta amk 30 mínútum fyrir fyrsta leik.

Það vantaði Klemenz og Gunnar inn á listann minn, biðst ég innilegrar afsökunnar á því og mun leyfa þeirra liði að byrja með boltann á næstu 7 æfingum fyrir vikið :) Hugmyndin er að hafa þá með í D-riðlinum. 

Það kostar 2500 krónur á leikmann að taka þátt og mælast mótshaldarar til þess að allir mæti með peninga, slái því saman á staðnum og borgi fyrir liðið í einu lagi. 

Að lokum hef ég heyrt af afmælisveislu sem er eftir hádegið á morgun og að leikmenn í D-riðlinum séu á leið í þessa veislu og muni þar af leiðandi ekki mæta í fótboltann. Því vil ég biðja foreldra þeirra drengja að láta mig vita sem allra fyrst hvort drengirnir komi í mótið eður ei, annað hvort á tölvupóstinum eða símleiðis. Það er ekkert verra en að strákar mæti í þann riðill og það vantar kannski 3-4 til að þeir geti spilað og viljum við komast hjá slíku.

Í liðinu í D-riðlinum eru:
Ísar
Kristján
Svenni
Kristófer
Pétur
Gunnar
Klemenz

Sjáumst á morgun.

Kv. Samúel