Breyttur leiktími æfingaleikja í dag

Sæl, öllsömul!

Það athugast að leikur B-liða hefst kl. 17:10 og leikur A-liða kl. 18 á Leiknisvelli í dag. Eftir sem áður eru stúlkur hvattar til þess að mæta tímanlega og best væri ef allar gætu mætt á sama tíma og farið á sama tíma, gagngert til þess að hvetja samherja sína.

Það athugast einnig að stúlkur eiga að mæta fullbúnar til leiks, helst í fatnaði merktum félagi. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað.   

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.  

ÍR - Álftanes

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleikina við ÍR sem fram fóru í síðustu viku. Leikir þessir fóru fram á Leiknisvelli í Breiðholti í allnokkurri úrkomu. Leikið var hjá A- og B-liðum en um fremur þunnskipað lið var að ræða hjá B-liðum þar sem fáar stúlkur mættu.

Hjá B-liðum var á brattann að sækja gegn sterku ÍR lið. Staðan í leikhléi var 3-0, ÍR í vil. Í síðari hálfleik réttist aðeins hlutur okkar stúlkna en síðari hálfleikur lyktaði 2-1 fyrir ÍR. Úrslit leiksins urðu því 5-1, ÍR í vil. Mark Álftaness gerði Katrín. Nokkuð sanngjörn úrslit verður að telja. 

Hjá A-liðum var um hörkuleik að ræða þar sem okkar stúlkur voru ívið sterkari að mínum dómi, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri. ÍR komst yfir í fyrri hálfleik en okkar stúlkur náðu að jafna í hinum síðari. Þar var Birta á ferð eftir þunga sókn okkar stúlkna. Það við sat en okkar stúlkur voru þó mun nær því að ná að landa sigri en ÍR.

Heilt yfir var ég sáttur við frammistöðu beggja liða.

Birgir þjálfari. 

Æfingaleikir - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan í æfingaleikjum gegn ÍR á morgun, miðvikudag, verður eftirfarandi:

A-lið:
Birta
Eva
Freyja
Guðný (M)
Hekla
Katrín
Selma
Sylvía
Verorika

B-lið:
Aþena
Ásta
Elsa
Hólmfríður Sunna (M)
Katla
Rebekka
Sólveig
Thelma
Viktoría

Leikir þessir fara fram á Leiknisvelli í Breiðholti (ekki ÍR velli) sem er gervigrasvöllur utandyra. Leikur B-liða hefst kl. 17 og leikur A-liða í framhaldi, eða upp úr kl. 17:30.

Best væri ef sem flestar stúlkur gætu verið mættar á leikstað um kl. 16:40, þ. á m. stúlkur í A-liði, en mögulega þarf eitthvað að færa til í liðum ef stúlkur skila sér ekki. Brýnt er að tilkynna um öll forföll enda er hópurinn fámennur og má ekki við miklum forföllum.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allar stúlkur komist á áfangastað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Æfingar

Komið þið sæl.

 

Æfingar munu hefjast að nýju mánudaginn 7 jan samkvæmt æfingatöflu.

Kv Guðbjörn