Leiknum við ÍA FRESTAÐ og páskafrí

Leiknum við ÍA sem vera átti núna á laugardaginn 12 apríl hefur verið frestað. Ég hef ákveðið að hafa frí hjá stelpunum yfir páskafríið. Það er því æfing núna á föstudaginn en svo verður frí þar til þriðjudaginn 22 apríl.

Kveðja
Elín og Bjössi

Stúlkur í 5. flokki boðaðar í leik hjá 4. flokki

Sæl, öllsömul!

Hér með eru Birta, Katrín og Guðný boðaðar í kappleik hjá 4. flokki stúlkna á morgun, þriðjudag. Um ræðir æfingaleik við HK sem fram mun fara í Fagralundi í Kópavogi og hefjast leikar kl. 16:30. 

Nánari upplýsingar má svo nálgast inni á heimasíðu 4. flokks stúlkna.

Birgir Jónasson, þjálfari 4. flokks stúlkna.

Dósasöfnun mánudaginn 7 apríl

Dósasöfnun á morgun kl 18 því er frí á æfingu. Mæting er í áhaldahús kl 18.
Kveðja
Elín

Dósasöfnun mánudaginn 7 apríl

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Dósasöfnun verður hjá 5.fl.kvenna mánudaginn 7. apríl nk. Söfnunin er liður í fjáröflun flokksins og er mæting við áhaldahúsið á Álftanesi kl. 18:00. 

Við söfnun er gert ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn útvegi kerrur og/eða stórar bifreiðar til þess að flytja dósir.

Miðar um söfnunina verða afhentir stúlkunum á (æfingu eða annar tími sem þú ákveður, helst sem fyrst) sem og upplýsingar um hverfaskiptingu. Stúlkurnar verða að vera búnar að bera út miðana fyrir sunnudagskvöldið 6.apríl.

Kv. Þjálfari :)