Kjörísmót Hamars

Sæl öll,

Nú fer að líða að fyrsta móti tímabilsins og er það í "loftbóluhúsinu" í Hveragerði þann 7. desember, sem er sunnudagur.

Fyrstu lið eiga leik kl 09:00 og eru síðustu lið búin að spila um ca. 16:30.

Endilega skráið strákana í kommentakerfinu hér að neðan og látið vita hvort þið komið eða ekki, því fyrr því mun betra.

Kv, Örn og Alex

Breyting á tímasetningu tækniæfinga

Sæl, öllsömul!

Sú breyting verður gerð á tímasetningu tækniæfinga á þriðjudögum að æfingar hefjast frá og með morgundeginum kl. 18:35 í stað 18:40. Munu æfingar standa til kl. 19:05.

Birgir Jónasson yfirþjálfari.

Foreldrafundur þriðjudaginn 28. október

Sæl öll,

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn á þriðjudaginn 28. október kl 20:00 í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Farið verður yfir starf tímabilsins og hvað við munum koma til með að gera á æfingum og hvernig verður með mót/æfingaleiki. Einnig verður skipað foreldraráð þar sem foreldraráðið verði mér innan handar.

Vonandi sjá flestir sér fært til að mæta því þessi fundur er mikilvægur partur fyrir tímabilið.

Kv, Örn Ottesen þjálfari

Tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Á morgun, þriðjudaginn 21. október, hefjast tækniæfingar sem standa munu til boða iðkendum í 5. aldursflokki og á eldra ári í 6. aldursflokki. Munu aldursflokkar þessir æfa saman.

Æfingar munu fara fram einu sinni í viku og verða þær inni í íþróttahúsi. Hver æfing mun standa yfir í 35 mínútur. Æfingatími er frá kl. 18:40 til 19:15.

Iðkendur þurfa að hafa sama búnað og við innanhússæfingar.

Birgir Jónasson yfirþjálfari.