TM mót Stjörnunnar

Sæl öll,

Þá er komið að næsta móti og er það hjá Stjörnunni í Garðabæ. Þetta er veglegt mót og fá strákarnir nóg af leikjum og nóg af afþreyingu. Mótið er núna á laugardaginn 25. apríl og er mótsgjaldið 3500kr.

Þar sem þetta mót er komið á þann stað að svo margir iðkendur eru á staðnum, mjög svipaður fjöldi og á Shellmótinu í eyjum að þá verðum við að borga fyrir kl 21:00 á föstudaginn. Það þarf að leggja því inn á minn reikning og ég borga þá gjaldið á föstudaginn. Skráningin fylgir því með innlögn á reikninginn, og látið vita inni á síðunni þegar þið eruð búin að leggja inn.

3500kr. banki: 546-26-3665. Kt: 2308932339.

Þið verðið að afsaka hvað þetta kemur seint en ég er búinn að vera á fullu í ritgerðarskrifum og prófaundibúningi.

Kv, Örn

Æfingaleikur við ÍR

Sæl öll,


Við eigum æfingaleik við ÍR á laugardaginn næstkomandi og verður leikurinn spilaður á gervigrasinu hjá ÍR í breiðholtinu. Þetta stendur yfir í um klukkutíma og er frá 11:30 - 12:30, mæting fyrir alla strákan er ekki seinna en 11:10.

Við þjálfararnir munum raða í lið á staðnum eftir því hverjir mæta. Staðfestið á síðunni, ekki maili hvort að þið komið eða ekki.

Kv, Örn

Páskafrí

Sæl öll,


Nú er páskafrí hafið og fylgir það skólanum, æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 7. apríl. Hafið það gott í páskafríinu.




Kv, Örn

Mótið á sunnudaginn

Sæl öll,


Næsta mót er hjá Hamar í loftbóluhúsinu í Hveragerði. Við erum með skráð 2 lið til leiks og spila liðin á sama tíma eða frá 11:10 og síðustu leikir eru kl 13:10. mæting fyrir bæði lið er  kl 10:30 (þá fá allir að sofa út! :)). 




Við erum bara með skráða 9 stráka í þessi tvö lið og vantar þá allavega 1 í viðbót til að fylla upp í, ef að þið sjáið ekki nafnið á stráknum þá skráið þið hann og gerið það fyrir 22:00 á laugardaginn.




Lið 1: Bessi, Elmar, Gunnar, Klemenz, Róbert og Víðir




Lið 2: Birkir, Björgvin, Daníel Haukur, Jóhann Örn og Kári.




Mótsgjaldið er 2000kr og greiðist á mótsstað, strákarnir fá veglegt páskaegg að móti lokinnu.




Ef það eru spurningar þá má endilega hafa samband við mig.




Kv, Örn