Orkumótið - Frí á morgun 29. júní

Sæl öll,

 
Ég ætla að þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilega ferð til Vestmannaeyja og þá sérstaklega Alex Þór sem stóð sig frábærlega og það er einstaklega gaman að fá að þjálfa með honum og að hafa svona strák sem að strákarnir líta upp til og geta leitað til. Þótt að vindurinn hafi ekki  okkur vinalegur þá held ég að það hafi ekki komið að sök þegar á heildina er litið. Þótt það hafi gengið erfiðlega síðasta daginn hjá báðum liðum og fyrsta daginn hjá liði "Aston Villa" þá vona ég og held ég að strákarnir hafi farið ánægðir heim, það gerði ég allavega.
 
Liðsstjórarnir sem hjálpuðu strákunum á morgnanna, koma þeim í mat, koma þeim á leikvöll, koma þeim í háttinn og margt fleira sem kom í þeirra umsjón.
 
Kolbrún mamma Stefáns Emils sá einnig til þess að halda samskiptum við eyjar og allt utanumhald og þakka ég henni kærlega fyrir það.
 
Ég er mjög ánægður með þessa ferð og fannst mér hún heppnast vel og ég er einstaklega stoltur af strákunum sem stóðu sig með prýði og voru sjálfum sér og Álftanesi til sóma.
 
Það verður frí á æfingunni á morgun 29. júní og er því næsta æfing á þriðjudaginn 30. júní.
 
Kv, Örn