Íslandsmótið í 6. flokki 23. júní og fundur 19. júní

Sæl öll,


Á mánudaginn hefst Íslandsmótið í 6. flokki og verður leikið á Bessastaðavelli. Við erum með skráð 2 lið í mótinu og þetta er fimm manna bolti, það getur verið að við verðum með of marga stráka og þá dreifi ég leikjum á milli strákana. Skráið strákinn í kommentakerfinu á síðunni og látið vita hvort þið komið eða komið EKKI.




Einnig ætla ég að minna ykkur á Shellmótsfundinn sem haldinn verður á morgun fimmtudag 19. júní, það er alger skyldumæting á þennann fund fyrir þá sem eru að fara á Shellmótið svo allir séu með hvað varðar skipulag og farið verður yfir brottför frá Álftanesi og vallarnesti og fleiri mál. Það er skyldumæting!




Kv, Örn