Íslandsmót 6.fl.

Sæl öll,

 
Nú er komið að Íslandsmótinu hjá strákunum og er það þriðjudaginn 18. júní í keflavík.
Spilað er 5 manna bolti og 2x10 mínútur. Fyrsti leikur er kl 14:25 hjá öllum liðum og er því mæting ekki seinna en 13:50. Við erum með skráð 3 lið á þessu móti en ég bið ykkur að um að vera búin að láta vita hvort þið komið fyrir fimmtudaginn 13. júní svo ég geti látið vita hvort ég verði með 2 eða 3 lið. Ef að allir mæta þá náum við í 3 lið annars náum við bara mjög líklega í 2 lið.
Það þarf ekki að borga neitt þátttökugjald strákarnir mæta bara á staðinn. Skráið strákinn í kommentakerfið á síðunni. Ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega senda mér mail eða hringja í mig í síma 6623665.
Kv, Örn

Vís mótið

Sæl öll,

Vís mótið hjá Þrótti er núna um helgina 26. maí. Ég á enþá eftir að fá fleiri upplýsingar um þetta mót, en endilega takið þennan dag frá fyrir strákana ég set svo inn liðin og upplýsingar um leið og allar upplýsingar eru komnar.
Kv, Örn

Engin æfing í dag og punktar um Shellmótið

Sæl öll,

Ég er veikur heima í dag og fæ engan til að taka æfinguna í dag og því verð ég að fella niður æfinguna. Næsta æfing verður því á mánudaginn. 
Nú er ég búinn að fá skjalið um það sem fór fram á Shellmótsfundinum síðast.

Skipulag ferðarinnar

                Brottför með Herjólfu er miðvikudaginn 26.07.2013  kl 16:00 og heimferð með Herjólfi er áætluð 00:30 aðfaranótt sunnudags. 

 

Fjöldi leikmanna er 18 stk og farastjórarog þjálfari eru 5 stk.  

 

Þeir sem hafa gefið kost á sér í farastjórn eru :  Einar (Georg Ingi )  , Ingólfur (sveinn og kristjánn) , Ágúst (Tómas ) , Jón Örn (Bessi) .   Jafnframt vitum við að amk tveimur foreldrum sem koma til eyja á mðvikudaginn þannig að  ef allir fararstjórar og þjálfari fara á bíl þá ætti að vera hægt að koma drengjunum í þessa 5-7 bíla.  Við eigum pláss fyrir 2 bíla með herjólfi með drengjunum , mjög gott væri ef hægt er að redda bifreið sem tekur 7 manns, það léttir undir varðandi allar ferði sem þarf að fara í eyjum.  Þetta þarf að skipuleggja  þegar nær dregur.  

 

Á miðvikudaginn er eingöngu verið að koma sér fyrir í gistiaðstöðunni .  Við þurfum að hugsa fyrir næringu á miðvikudagskvöldið(seinnipart) .  keppni hefst á fimmtudag og lýkur um miðjan dag á laugadaginn með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu.   Það þarf að labba talsvert á mótssvæðinu milli leikvalla – gistingar og matsals og því mikilvægt ef einhverjir foreldrar sem koma á bíl til eyja geta létt undir með okkur varðandi að skuttla í mat og til baka .  Þegar nær dregur þarf að skoða með heimferð fyrir drengina   og passa að allir fái far heim .    

 

Varðandi kostnað þá kostar 17.500 kr fyrir hvern þátttakanda og 17.500 kr fyri hvert lið .   Með öllu má áætla að þetta kosti um 25-27  þúsund á hvern dreng með öllu.   Það hafa frekar fáir greitt staðfestingargjaldið sem er 7.500 og skal leggjast inná reikning ???.   Biðjum við ykkur að gera það hið fyrsta .  Varðandi safnanir þá erum við að leggja loka hönd á uppgjör vegna þess og munum birta það von bráðar. 

 

Hægt er að fá gistingu hjá KFUM og höfum við leigt af þeim sal þar sem fólki er velkomið að gista .  Heildar kostnaður við leiguna er 40þús sem ætlunin er að skipta niður þá sem gista .  Endilega látið Einar G vita ef þið viljið nýta ykkur gistirýmið, eins og er er nóg pláss .

 

Á fundinum var ákveðið af leggja útí sameiginlega merktan fatnað heldur notast við bláu hettupeysurnar sem strákarnir fengu á síðasta ári.

Videokvöldið á morgun

Sæl öll,

Ég ætlaði að minna á videokvöldið á morgun sem byrjar 17:30. Allir að koma með 1000 kr. fyrir pizzunni. Svo væri frábært ef einhver foreldri getur aðstoðað mig við að hugsa um strákana.
Kv, Örn