Íslandsmótið í 6. flokki 23. júní og fundur 19. júní

Sæl öll,


Á mánudaginn hefst Íslandsmótið í 6. flokki og verður leikið á Bessastaðavelli. Við erum með skráð 2 lið í mótinu og þetta er fimm manna bolti, það getur verið að við verðum með of marga stráka og þá dreifi ég leikjum á milli strákana. Skráið strákinn í kommentakerfinu á síðunni og látið vita hvort þið komið eða komið EKKI.




Einnig ætla ég að minna ykkur á Shellmótsfundinn sem haldinn verður á morgun fimmtudag 19. júní, það er alger skyldumæting á þennann fund fyrir þá sem eru að fara á Shellmótið svo allir séu með hvað varðar skipulag og farið verður yfir brottför frá Álftanesi og vallarnesti og fleiri mál. Það er skyldumæting!




Kv, Örn

Frí í dag annan í hvítasunnu og breyttir æfingatímar

Sæl öll,

Frí verður frá æfingu í dag annan í hvíta sunnu. næsta æfing  er á miðvikudaginn kl 14:00

Breyttir æfingatímar taka í gildi þessa viku. æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 14:00 - 15:00

Kv, Þjálfarar

Tækniæfing á morgun, fimmtudaginn 5. júní

Sæl, öllsömul!

Vek athygli á tækniæfingu á morgun, fimmtudaginn 5. júní, frá kl. 18:30. Eftir morgundaginn verður svo gert hlé á tækniæfingum í bili.

Birgir tækniþjálfari.

Vís mótið liðsskipan og mæting

Sæl öll, 

Nú hefjum við leik á morgun á Vís mótinu hjá Þrótti, þetta mót hefur alltaf verið skemmtilegt og nóg um að vera fyrir strákana.

Lið 1 á fyrsta leik kl 11:00 og eiga því að mæta ekki seinna en 10:30. Lið 2 á fyrsta leik kl 13:45 og mæting því ekki seinna en 13:15.

Lið 1: Adolf, Aron, Bjarni Leó, Bjarni Þór, Dagur, Leó, Matthías, Stefán Smári og Stefán Torrini

Lið 2: Bessi, Elmar, Gunnar, Klemenz, Kristján, Róbert, Stefán Emil, Tómas, Valur og Víðir

Strákarnir eiga að mæta með fótboltaskó, legghlífar og gott ef þeir koma með sína eigin vatnsbrúsa, við komum með treyjur fyrir þá sem þurfa.

Þátttökugjaldið er 2000kr á keppanda og greiðist við komu.

Kv, Þjálfarar