Intersport mótið - mæting

Sæl öll,

Ég er nú komið með leikjaplanið og mun Álftanes vera með 2 lið og hvert lið spilar 4 leiki. Lið 1 á fyrsta leik kl 13:40 og eiga því að mæta ekki seinna en 13:10 og Lið 2 eiga fyrsta leik kl 13:15 og eiga því að mæta ekki seinna en 12:45. Síðasti leikur er kl 17:00 hjá báðum liðum og er leiktími 2x10.
Lið 1 : Adolf, Bjarni, Dagur, Georg, Hlynur, Óli og Sveinn
Lið 2: Bessi, Leó, Róbert Ingi, Sindri, Skarphéðinn, Stefán Smári og Tómas
Mæting er við Tungubakka í Mosfellsbæ.
Það kostar 2000kr á keppanda og greiðist mótsgjald við upphaf móts, svo munu keppendur fá einhvern glaðning við lok móts. 
Þetta mót er síðasta mót 6. flokksins á þessu tímabili og förum við í frí þangað til að næsta keppnistímabil hefst síðar í september, það verður auglýst síðar.
Kv, Örn

Intersport mótið

Sæl öll,

Nú var ég að fá upplýsingar um mótið um helgina og mun Álftanes spila á laugardegi eftir hádegi. Ég er hinsvegar ekki búinn að fá leikjaplanið en mun senda það út um leið og ég fæ það. Mótið verður haldið á Tungubökkum í Mosfellsbæ.
Við erum með skráð 2 lið og er spilað í 7 manna bolta. Skráið strákinn á síðunni og ég læt upplýsingar um liðin á síðunni á föstudagskvöldið. 
kv, Örn

Íslandsmót og æfing á morgun

Sæl öll,

Það verður æfing á morgun fyrir þá sem eru ekki að spila á íslandsmótinu, hinsvegar verður hún ekki klukkan 16 heldur verður hún kl 13 og verður hún sameiginleg með 7.flokknum þar sem Ragnar Arinbjarnason verður með æfinguna.
Þeir sem eiga að spila í Íslandsmótinu eiga að mæta að Ásvöllum ekki seinna en 14:40 þar sem fyrsti leikur er kl 15:00. við gætum spilað allt að 5 leikjum en það kemur í ljós hvernig úrslitin verða í leikjunum. Þeir sem eiga að mæta eru Adolf, Bjarni, Dagur, Georg, Hlynur, Kristján, Óli og Sveinn
 
Kv, Örn

Íslandsmótið!

Sæl öll,

Á miðvikudaginn er eitt lið frá Álftanesi að fara að spila í undanúrslitariðlunum á Íslandsmótinu og er það þeir strákar sem voru í liði 1, Adolf, Bjarni, Dagur, Óli og Sveinn, það lið fer áfram og spilar í undanúrslitariðlunum fyrir Álftanes. Því miður eru engir leikir fyrir lið 2 og 3 þar sem bæði liðin rétt misstu af sæti í undanúrslitunum.
Því miður get ég ekki tekið alla strákana að spila þar sem aðeins 5 eru inná í einu og mun ég boða sömu stráka sem voru í liði 1, þá Adolf, Bjarna, Dag, Óla og Svein, einnig ætla ég að boða þá Georg, Hlyn og Kristján að koma með.
Spilað verður á miðvikudeginum kl 15:00 og mæting er því ekki alls ekki seinna en 14:40. Það verða spilaðir 3 leikir og fleiri leikir verða spilaðir ef þeir komast áfram.
Fleiri upplýsingar koma um helgina.
Það verður samt æfing á miðvikudeginum á sama tíma og venjulega kl 16:00 og mun ég fá einhvern til að sjá um æfinguna fyrir mig þá. 
Kv, Örn Ottesen