Þakkir og jólafrí :)

Foreldrar stráka í 7.flokk karla á Álftanesi.
Kærar þakkir fyrir skemmtilegt mót á laugardaginn í Hveragerði.
Strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu m.a. bikar fyrir prúðasta liðið.
Höldum áfram á sömu braut.

Síðasta æfing fyrir jólafrí verður á miðvikudaginn 18. desember.
Æfingar hefjast svo aftur á nýju ári föstudaginn 3. janúar.

Jóla- og nýárskveðjur frá þjálfurunum,
Ragnar, Alex og Guðmundur.

Jólamót Kjörís- liðsskipan og leikjadagskrá.

Nú erum við búin að fá leikjadagskrá fyrir Kjörís-mótið í Hveragerði á laugardaginn 14.des.

Við erum skráð með þrjú lið og verður eitt liðið skipað strákum fæddir 2007 og hin tvö strákar 2006.
Öll liðin keppa sex leiki, 1x 9 mín og verður spilað 5 á móti 5. Keppnisgjaldið er 2000 krónur á hvern strák
og í lok móts fá þeir pizzu, ís og verðlaunapening.

D-liðið okkar byrjar að spila kl: 11.24 (vera mætt í uppblásna húsið kl: 11.00) og er það skipað:
Arnar Elí, Gabríel, Guðjón Frans, Snorri Hrafn, Elvar Jón og Ársæll Karl.

C-liðið okkar byrjar að spila kl: 9.00 (vera mætt í uppblásna húsið kl: 8.40) og er það skipað:
Daníel Haukur, Eyþór Gauti, Róbert Snær, Axel Ágúst, Arnar Snær og Andri Snær.

B-liðið okkar byrjar að spila kl: 11.12 (vera mætt í uppblásna húsið kl: 10.50) og er það skipað:
Kári Viðar, Sveinn Ísak, Matthías Ben, Björgvin, Elmar Freyr og Magnús Geir.

Takið endilega með smá hollt nesti til að maula á milli leikja, legghlífar, skó fyrir gervigras, markmannshanska
og Álftanesbúning ef þið eigið.  Ég mæti líka með búninga og markmannsbúninga ef vantar.

Við sem stöndum fyrir utan völlinn munum að vera jákvæð, styðjandi og hvetjandi í að gera þetta eins góða
reynslu fyrir strákana eins og við getum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið þá samband við mig með tölvupóst eða hringið í síma 8631502.
Kveðja,
Ragnar.



Æfing inni í dag miðvikudaginn 27.nóv.

Komið sæl.

Fótboltaæfingin verður inni í íþróttahúsinu í dag miðvikudaginn 27.nóv vegna veðurs.

Þjálfarar.

Jólamót Kjörís Hveragerði 14. des.


Okkur stendur til boða að taka þátt í jólamóti fyrir 7.flokk í Hamarshöllinni í Hveragerði laugardaginn 14.desember.

Leikið verður frá morgni til hádegis.

Leikið verður á 4 völlum í 5 manna liðum. (A-B-C-D)

Ekki verða skráð niður úrslit.

Allir þáttakendur fá verðlaunapening, pítsu og ís að móti loknu.

Bikar verður veittur fyrir prúðasta liðið.

Þáttökugjald 2000 kr á mann.

Endilega skrifið í athugasemd hér að neðan hvort sonur ykkar mæti á mótið svo við vitum hvað við skráum mörg lið.

Kveðja,

Þjálfarar.