Útiæfing á morgun 23.janúar og foreldrafundur !!!!

Komið sæl.

Æfingin á morgun föstudaginn 23. janúar verður úti á Battavelli þar sem hafinn verður undirbúningur fyrir
þorrablót Álftaness og salurinn lokaður. Æfingin verður kl: 14.00 eins og venjulega.

Varðandi fimmtudagsæfingar þá ætla ég að biðja ykkur að senda strákana alltaf klædda
eftir veðri (útiæfing). Við höfum ekki lengur tök á að fara í íþróttasalinn á fimmtudögum
þar sem skipulag Frístundar (sem á tímann í salnum) leyfir það ekki.
Ég hef farið með strákana í aðstöðu UMFÁ og leyft þeim að horfa á 
fótbolta og að lita myndir þegar Battavöllurinn er ónothæfur.

Næsta fimmtudag þann 29. janúar ætlum við að hafa foreldrafund í 7.flokk.
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UMFÁ og hefst kl: 20.00.
Helstu mál verða, Norðurálsmótið 2015 á Akranesi, foreldraráð og næstu verkefni.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Vinsamlegast sendið mér póst ef þið getið ekki mætt á fundinn.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.