Hamarsmótið liðsskipan og upplýsingar.


Nú hef ég fengið leikjaplanið fyrir föstudaginn.

Ég hef lokað fyrir skráningu og eru 25 strákar skráðir á þetta mót sem er snilld.

Við verðum með fjögur lið á mótinu og verða sex leikmenn í öllum nema einu þar sem verða sjö leikmenn.

Öll liðin leika fjóra leiki á mótinu sem stendur frá kl: 10.00 - 12.00

Ég hef ákveðið að hafa saman stráka á eldra ári og stráka á yngra ári

þar sem þeir eldri eru vanari og geta hjálpað hinum yngri.




Allir eiga að mæta í skóm sem henta á gervigrasi, með legghlífar og markmannshanska ef þeir vilja prófa að spila í marki.

Ég kem með Álftanestrygjur fyrir þá sem það þurfa.

Gott er að hafa smá hollt nesti með til að fá sér á milli leikja til að bæta á orkuna.

Leikið verður með fimm leikmenn inn á þannig að einn til tveir verða útaf og skipta svo inn á. Við reynum að láta alla spila jafnmikið.




Álftanes 4 verður þannig skipað: Tryggvi, Bjarni, Snorri, Örn, Matthías, Haraldur og Stefán.

Liðið byrjar að spila kl: 10.15 á velli 4 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 10.00.




Álftanes 3 verður þannig skipað: Arnar, Ási, Kristófer, Sölvi, Andri, Hákon og Nói.

Liðið byrjar að spila kl: 10.15 á velli 3 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 10.00.






Álftanes 2 verður þannig skipað: Hlynur, Tómas, Elvar, Ívar, Tinni og Jökull.

Liðið byrjar að spila kl: 10.00 á velli 2 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 9.45.




Álftanes 1 verður þannig skipað: Ísleifur, Þorsteinn, Guðjón, Þór, Ísak og Goði.

Liðið byrjar að spila kl: 10.00 á velli 1 og eiga því allir að vera mættir í Hamarshöllina ( uppblásna húsið) í Hveragerði kl: 9.45.









A.T.H. allir vinsamlegast muna að taka með 1000kr sem er mótsgjaldið sem við söfnum saman á staðnum og gerum upp meðan mótið stendur yfir.




Ég læt hér fylgja með leikjaplanið og endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
Tími Völlur 1 Völlur 2 Völlur 3 Völlur 4
10:00 Selfoss 1 - Álftanes 1 Álftanes 2 - Hamar 2 Ægir - Selfoss 3 Hamar 4 - Selfoss 4
10:15 Selfoss 1 - Hamar 1 Álftanes 2 - Selfoss 2 Hamar 3 - Álftanes - 3 Hamar 4 - Álftanes 4
10:30     Ægir - Hamar 3  
10:45 Álftanes 1 - Hamar 1 Hamar 2 - Selfoss 2 Selfoss 3 - Álftanes 3 Selfoss 4 - Álftanes 4
11:00 Álftanes 1 - Selfoss 1 Hamar 2 - Álftanes 2 Ægir - Álftanes 3 Selfoss 4 - Hamar 4
11:15     Selfoss 3 - Hamar 3  
11:30 Hamar 1 - Selfoss 1  Selfoss 2 - Álftanes 2 Selfoss 3 - Ægir Álftanes 4 - Hamar 4
11:45 Hamar 1 - Álftanes 1 Selfoss 2 - Hamar 2 Álftanes 3 - Hamar 3 Álftanes 4 - Selfoss 4





Að lokum vil ég minna ykkur foreldra á að hvetja á jákvæðan hátt allt líðið frekar en einstaklinginn og styðja vel við bakið á "strákunum okkar".




Fótboltakveðja,

Ragnar Arinbjarnar.