Mót laugardaginn 31.janúar

Heil og sæl öllsömul.

Nú hefst skráning á TM mót HK og Víkings sem verður laugardaginn 31.janúar í Kórnum í Kópavogi. Mótið tekur nokkra klukkutíma og  mótsgjaldið er 2500kr. Innifalið í því er hressing, TM glaðningur, þátttökuverðlaun og myndataka í mótslok.

Nánari upplýsingar koma inn þegar þær berast. 

Til að skrá stelpurnar er best að skrifa athugasemd við þessa færslu.

Kveðjur, þjálfarar

Fundur

Sæl öllsömul.

Nú er komið að því að hitta ykkur foreldrana/forráðamennina á stuttum fundi. Farið verður yfir áætlun fyrir tímabilið, mótamál og fleira.

Fundurinn verður mánudaginn 19.janúar kl.18-19 í félagsaðstöðu UMFÁ í íþróttamiðstöðinni.

Kveðja, þjálfarar

Skemmtistund og síðasta æfingin

Heil og sæl öllsömul.

Á morgun er síðasta æfingin fyrir jólafrí.
Ég ætla að reyna að sameina skemmtistundina og frjálsu æfinguna sem var fyrirhuguð svo stelpurnar þurfi nú ekki að bíða lengi eftir því að sýna skemmtiatriðin sem þær hafa æft :)

Við ætlum að hafa skemmti"kvöldið" á morgun kl.15 og endum það svo á smá frjálsum tíma í salnum :) Þessu verður lokið 16.
Stelpurnar þurfa ekki að mæta með íþróttaföt en mega eins og fyrr sagði koma með smákökur og drykk.

Æfingar hefjast að nýju mánudaginn 5.janúar.

Vona að þið hafið það öll sem best í fríinu.

Kveðja, Helga

Skemmtistundinni er frestað

Sælir foreldrar, eftir að hafa ráðfært mig við Jóhönnu í Frístund og Björgvin framkvæmdastjóra UMFÁ hef ég ákveðið að fella niður æfingu/skemmtistundina sem átti að vera í dag kl.14. vegna veðurs. Það er ekki hægt að senda stelpurnar á milli staða í þessu veðri.

Næsta æfing er á fimmtudaginn kl.15.

Endilega látið þetta ganga.

Kveðja, Helga