Vinadagar

Heil og sæl.

Það eru sérstakir vinadagar í gangi hjá okkur á æfingum þessa dagana. Stelpurnar eru hvattar til að bjóða vinkonum með sér og við þjálfarar reynum að hvetja stelpurnar til að vinna með einhverri sem þær þekkja lítið/ekkert.

Á morgun, þriðjudaginn 10.mars ætlum við að hafa videostund í félagsaðstöðu UMFÁ kl.14 til c.a.15:30 ( Fer eftir því hversu löng myndin verður) 
Stelpurnar mega koma með smá gotterí og drykk. 

Þær óskuðu sérstaklega eftir því að fá að mæta í náttfötum með bangsa og það er leyfilegt en ekki nauðsynlegt :)

Á fimmtudaginn verður náttfata/búningaæfing, stelpurnar mega þá koma í búning eða náttfötum. Vinkonur velkomnar með. 

Kveðja, þjálfarar