Æfingar í vetrarfrí skólans

Heil og sæl öllsömul.

Fyrirkomulag í vetrarfríi grunnskólans í næstu viku verður þannig að hefðbundnar æfingar falla niður hjá öllum flokkum (þ. á m. tækniæfing). Hins vegar verður iðkendum 7. til 5. flokks boðið að koma í íþróttasalinn á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Nánar tiltekið verður frjáls tími fyrir iðkendur í 7. og 6. flokki (drengi og stúlkur) frá kl. 13 til 14 og fyrir iðkendur í 5. aldursflokki (drengi og stúlkur) frá kl. 14 til 15. Umsjónarmaður með þessu verður Guðbjörn Harðarson.

Kv.þjálfara