BREYTTUR KEPPNISDAGUR

Heil og sæl. 

Þar sem aðsókn á TM mótið er meiri en skipuleggjendur gerðu ráð fyrir hafa þeir ákveðið að færa 7.fl. mótið yfir á sunnudaginn 1.febrúar. 

Mótið verður tvískipt, fyrra hollið spilar frá kl.9 til 11:20 og seinna hollið frá kl.11:25 til 13:45
Hver iðkandi verður því c.a. tvo og hálfan tíma.

Hver leikur verður 1*12 mínútur og 6 leikmenn inná. 

Mér þykir þetta afar leitt en vona að það komast allar samt sem áður.  Endilega staðfestið aftur mætingu með því að skrifa athugasemd við þessa færslu.

Fyrir utan hefðbundna fótboltaleiki er myndakeppni hluti af mótinu. Við ráðum auðvitað hvort við viljum taka þátt í henni.

1. Hvert lið má senda eina mynd
2. Myndina á að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
3. Skilafrestur er 26.janúar
4.myndirnar birtast á vef TM og á facebooksíðu TM
5. Við val á bestu myndinni er farið eftir því hversu mikið hefur verið lagt í útfærslu, frumleika myndarinnar og einni skipta "like" á facebook máli en eru ekki algild. 
6.Tilkynnt verður um verðlaunamyndina föstudaginn 30.janáur á facebooksíðu TM og verðlaunin veitt á mótinu í Kórnum.

Verðlaunin eru út að borða og í bíó fyrir alla liðsmenn og þjálfara.

Mig langar að biðja ykkur og stúlkurnar um að leggja höfuðið í bleyti og sjá hvort að ykkur detti ekki eitthvað skemmtilegt í hug. Við getum tekið myndina á mánudaginn :) Ef þið viljið ekki láta ykkar stúlku taka þátt, sendið mér þá línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Kveðja, þjálfarar.