Næsta vika

Sæl öllsömul og takk fyrir daginn :) gaman að sjá hvað stelpurnar eru að verða öruggari inni á vellinum. Mikill munur frá fyrsta æfingaleiknum. Nú er bara að halda áfram á sömu braut :D 
Næsta æfing er á mánudaginn, á þriðjudaginn ætlum við að hafa skemmti"kvöld" á æfingatíma. Hittumst í félagsaðstöðu UMFÁ, förum í leiki og höfum gaman. Stelpurnar mega koma með smákökur og drykk. Fimmtudagsæfingin er síðasta æfing fyrir jólafrí og verður hún með breyttu sniði, þær sem vilja mega koma með jólasveinahúfur :) 

Æfingar hefjast aftur samkvæmt töflu mánudaginn 5.jan.

kveðja, Helga