Fyrsta æfing vetrarins.

Æfingar hjá 8.flokki barna hófust síðasta þriðjudag (16.sept.) og var góð mæting. Í næstu viku er annar prufutími en eftir hann er ætlast til að það sé búið að skrá iðkendur í Nórakerfið. Ég vil biðja iðkendur að bíða fram á gangi í upphafi æfingar og ég mun sækja þau þangað og við göngum saman inn í sal. Einnig vil ég að börnin séu sótt á sama stað í lok æfingar, það skapar óöryggi hjá litlu krílunum ef það eru margar útgönguleiðir og þau vita ekki hvert á að fara. Ég mun senda blað með nánari upplýsingum eftir næstu æfingu. Hlakka til samstarfsins í vetur,
Íris

Vís-mót Þróttar 2014

Fyrirhugað er að taka þátt í Vís-móti Þróttar laugardaginn 24. maí. Þátttökugjald er 2500 kr á barn. Ég myndi gjarnan vilja fá póst frá ykkur sem fyrst ef þið ætlið barninu ykkar að taka þátt. Athugið að þetta mót er aðeins hugsað fyrir börn fædd árin 2008 og 2009.
Kær kveðja,
Íris
netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Hér má sjá upplýsingar frá Þrótti:
Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands - boðar til knattspyrnuhátíðar fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 24.- 25. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.
Þetta er í tíunda sinn sem Þróttur boðar til þessarar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.
Í 8. flokki er spilaður 5-manna bolti og í fyrsta skipti verða kynin aðskilin, s.s. leikið í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki verður liðunum skipt í tvo styrkleikaflokka eins og áður en fjöldi styrkleikaflokka fer eftir þátttöku kvennamegin.
Til verðlauna verður keppt í 6. flokki. Allir fá þátttökuverðlaun auk annarra smágjafa. Og samkvæmt hefðinni er svo auðvitað pítsuveisla og ljósmyndataka í mótslok.
Þrátt fyrir að mótið sjálft standi í tvo daga, spilar hvert lið hálfan dag. Lögð er áhersla á að allar tímasetningar standist.
Í Laugardalnum hafa Reykjavíkurborg og Þróttur byggt upp aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í einstæðu umhverfi. Þetta umhverfi skapar mótinu glæsilega umgjörð og eykur mjög á gildi þess. Við viljum því hvetja þig til að eyða þessum fyrstu dögum sumars með okkur í Laugardalnum. 

Leikfangadagur og páskafrí

Heil og sæl,
Á miðvikudag verður leikfangadagur á æfingu 8.flokks barna. Þá mega börnin koma með eitt dót að eigin vali á æfinguna. Við ætlum að hafa þess æfingu með óhefðbundnu sniði þar sem þetta er síðasta æfing fyrir páskafrí.
Frí verður á æfingu 16. apríl.
Sjáumst hress og kát,
Íris

Frí á öskudag.

Heil og sæl,
á öskudag verður engin æfing þar sem öskudagsskemmtun verður í íþróttasalnum á æfingatímanum. Við hvetjum alla til að mæta þangað og hafa gaman saman. 
Kveðja, þjálfarar.