Latabæjarmót 6. apríl

Stelpum í 8.flokki barna býðst að taka þátt í Latabæjarmóti FH næsta laugardag, 6. apríl. Mótið er sett upp þannig að það verða blandaðir hópar úr þátttökuliðunum og verða settar upp stöðvar með leikjum og þrautum. Þetta er því ekki hefðbundið keppnismót heldur er markmiðið að hitta stelpur úr öðrum liðum og leika sér saman með bolta. Mótið hefst kl. 15 og stendur til 16:30 í Risanum í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 1000 kr og greiðist á staðnum, allar stelpurnar fá verðlaunapening að móti loknu. Solla stirða mun sjá um upphitun og því er um að gera að koma og taka þátt.

Það er nauðsynlegt að senda tölvupóst eða sms til mín ef ykkar stúlka ætlar að taka þátt.

Mæting er því kl. 14:45 í anddyri Kaplakrika (á móti Risanum) og þar mun ég afhenda keppnistreyju og taka á móti keppnisgjaldi. Gott væri að stelpurnar séu í sokkabuxum undir stuttbuxunum eða í buxum þar sem það getur verið kalt inn í Risanum og í fótboltaskóm eða strigaskóm. Hvet allar til að vera með vatn í brúsa með sér.

Við stefnum svo á að fara með strákana á Vís-mót Þróttar helgina 25.-26. maí.

Kær kveðja,

Íris Ósk

Sími: 822 1977

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.