Stutt endurgjöf og næstu skref

Sælar, stúlkur. 

Ætla að hafa fá orð um leik okkar í gær, um hann höfum við rætt. Því miður tókst okkur ekki að sýna okkar allra bestu hliðar, ef undan eru skildar fyrstu 25 mínútur leiksins, þar sem við vorum mun betra liðið. Að mínu mati kom berlega í ljós í þessum leik hvað knattspyrna getur verið grimm, eina mínútuna hefur þú undirtökin, hina næstu ertu undir.

Vil hvetja stúlkur til að staldra ekki og lengi við þetta, læra af þessu og horfa fram á veginn. Skynsamur í þróttamaður gerir eins og góður skákmaður, hugsar um næstu leiki fram í tímann. Heilt yfir höfum við staðið okkur vel í sumar, lagt okkur fram og það er það sem stendur upp úr og skiptir máli.   

Næstu skref eru þau að við munum æfa tvisvar sinnum í þessari viku, þ.e. á morgun, mánudag, og fimmtudag, báða daga frá kl. 18. Hið sama verður væntanlega uppi á teningnum í næstu viku, en ráðgert er að keppnistímabili muni ljúka fimmtudaginn 14. sept. Allt er þetta þó sett fram með fyrirvara um breytingar. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikir fyrir austan, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur. 

Ætla að vera mjög stutt- en gagnorður um kappleiki helgarinnar. 

Frábært ferðalag, en erfitt. Sýndum ekki endilega okkar bestu hliðar í kappleikjunum tveimur, spilalega, enda slíkt nær ómögulegt við þessar aðstæður, þ.e. að ferðast um í rútu í langan tíma, sofa á gólfi á vindsængum og leika tvo leiki á tveimur dögum, þar sem hvíld var um 20 klukkustundir milli leikja.

Umfram allt, við gerðum það sem til þurfti og aðeins meira en mótherjar okkar og það sem skóp það var skipulag, agi, fórnfýsni, dugnaður, vilji, tiltrú og liðssamvinna.  

Er heilt yfir afar ánægður með frammistöðuna. 

Þurfum svo að hittast eftir æfingu á morgun, þriðjudag, til þess að skipuleggja ferðina norður. Færið það til bókar. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - Hvíti riddarinn, stutt endurgjöf o.fl.

Sælar, stúlkur. 

Stutt endurgjöf vegna leiksins í gær.

Lögðum leikinn upp með ákveðnum hætti, sem gekk fullkomlega upp, að mínu mati. Náðum einni besti byrjun sem ég hef séð okkur gera, þrjú mörk á fyrstu 13 mínútum leiksins. Nýttum færin okkar vel, einkum í fyrri hálfleik, og skoruðum mörk í öllum regnbogans litum, bæði í fyrri og síðari hálfleik. Gott flæði var á knettinum og í reynd var um fádæma yfirburði að ræða, líklega eina mestu yfirburði sem ég hef séð okkur hafa gegn öðrum mótherja. 

Heilt yfir er ég mjög áægður með frammistöðuna sem var í samræmi við það sem ég hafði séð fyrir mér. 

Samkvæmt mínum kokkabókum urðu mörkin tíu en dómarinn virðist ekki hafa talið síðasta mark leiksins, sem kom frá Margréti Evu, og því eru úrslitin skráð 9-0. Unnið er að fá þetta leiðrétt enda fáheyrt að slíkt gerist. 

Næsta æfing er svo á mánudag. Eftir æfinguna er stuttur fundur vegna ferðarinnar austur þar sem við munum skipuleggja okkur og skipta með okkur verkum. Brýnt að allar stúlkur mæti.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Kappleikur gegn Hvíta riddaranum, tilhögun

Sælar, stúlkur. 

Boða hér sömu stúlkur og í síðasta kappleik.

Mæting í félagsaðstöðuna kl. 17:45, en leikar hefjast kl. 19:15. 

Birgir Jónasson þjálfari.