Grótta - Álftanes, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Hér kemur síðbúin endurgjöf vegna leiksins á fimmtudag.

Er sama sinnis og að leik loknum, þ.e. er fyrst og fremst svekktur að við skyldum glutra niður tveggja marka forystu og tapa tveimur stigum. Tel að við séum það reynt lið, að slíkt eigi ekki henda. Mér fannst mjög góðir spilakaflar í leiknum inn á milli, einkum í fyrri hálfleik, og bæði mörk okkar voru hreint frábær (Aþena og Sigrún). Heilt yfir einkenndist leikurinn þó of mikið af hnoði og man ég t.d. ekki jafn mörgum innköstum í leik (að sjálfsögðu spilar veðrið þar inn í). Þá fannst mér við missa knöttinn mjög oft upp úr uppspili sem hefur verið sjaldséð í okkar liði. Einhvern veginn var eins og það vantaði betri tengingu í lið okkar á köflum, einkum þegar á leikinn leið. 

Við reyndum að sækja sigurmarkið og vorum mun nær því en Grótta en því miður vildi knötturinn ekki inn, þrátt fyrir að vera nálægt því.

Í þessari og næstu viku er ráðgert að æfa tvisvar. Munum endurskoða að bæta við þriðju æfingunni.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti gegn Gróttu, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, fimmtudag:

Aníta, Aþena, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Ída María, Katrín Hanna, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Ragna, Saga, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15. Leikið verður á gervigrasinu á Seltjarnarnesi.

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing í dag

Sælar, stúlkur.

Æfum í dag, þriðjudag, frá kl. 18, sem er breyting frá fyrri áætlun.

Æfum á gervigrasinu að þessu sinni.  

Birgir Jónasson þjálfari.