Hvíti riddarinn - Álftanes, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Stutt endurgjöf vegna leiksins á fimmtudag.

Lékum heilt yfir mjög vel og leystum verkefnið af stakri prýði. Auðvitað má alltaf gera betur, s.s. í að nýta marktækifæri o.fl., en það er einfaldlega knattspyrna í hnotskurn.

Lékum góðan varnarleik, náðum að setja pressu á leikmann með knöttinn nánast allan leikinn og það var þéttleiki í varnarleik okkar og ekki mikið um opnanir, eins og gjarnan er með þetta kerfi. Það var gott flæði á knettinum og við náðum að ljúka mjög mörgum sóknum með markskotum (reiknast til að við höfum átt á fjórða tug marktilrauna í leiknum). Skoruðum mörk í öllum regnbogans litum, sjö talsins (Sigrún 3, Erla 1, Ída 1, Oddný 1 og Ragna 1), og komu þau úr föstum leikatriðum, langskotum, eftir stungusendingar og eftir vængspil.

Í sjálfu sér ekki meira um þetta að segja en að þið eigið hrós skilið fyrir ykkar frammistöðu. Þetta var sigur liðsheildarinnar.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, fimmtudag:

Aníta, Aþena, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 18:30 að Tungubökkum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - Afturelding/Fram, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Ætla fara örfáum orðum um leikinn á föstudag. Lékum vel, sýndum fádæma baráttu og seldum okkur dýrt. Því miður dugði það ekki til og munurinn á liðunum var sá að Afturelding/Fram náði að gera sér mat úr nánast engu á meðan við náðum ekki að nýta okkur þau tækifæri sem gáfust. Þau voru í sjálfu sér ekki mörg, en að mínu mati voru þau fleiri en hjá Aftureldingu/Fram.

Að mínu mati vorum við skipulögð, hreyfanleg (bæði í vörn og sókn) og lékum agað. Hlutirnir féllu hins vegar ekki með okkur, Afturelding/Fram fékk t.a.m. ódýra vítaspyrnu sem Katrín varði en Afturelding/Fram náði frákastinu og skoraði. Slæmt mark að fá á sig! Þá skoruðum við mark sem dæmt var af þar sem aðstoðardómarinn taldi að markvörður Aftureldingar/Fram hefði haft hendur á knettinum. Það stendur.

Tel að frammistaða okkar hafi verið góð og á því eigum við að byggja. Það helst sem við mættum bæta og hafa í huga er að mér fannst við mega skjóta oftar á markið. Við áttum reyndar nokkur góð markskot, þar af eitt í markslá, en það var einkum Sunna sem sá um að skjóta á markið. Við þurfum markskot frá fleiri stúlkum því margar ykkar eru skotmenn góðir.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun:

Aníta, Elín, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 17:45 í íþróttahúsið.

Birgir Jónasson þjálfari.